Níðingar og aumingjar

Í dag fór bíllinn í handbremsugræjun, ég er það mikill sómaökumaður að ég snerti aldrei handbremsuna og þarf því reglulega að skipta um barka þar sem hann ryðgar að innan. Aðeins öðruvísi handbremsunotkun þekkist hjá tveimur bræðra minna…

Uppfærsla: Upp úr hádegi kom frétt á Textavarpinu þess efnis að utanríkisráðuneytið fordæmdi atburðina. Endilega elta lestina krakkar… fyrst að þið getið ekki betur. Hnuss.

Það var reyndar eitt í gær sem að var alveg makalaust. 1 tonna sprengja látin falla í íbúðarhverfi, nokkuð sem að Hollywood-mynd hefði ekki vogað sér að gera. Ísraelsmenn ákváðu að drepa (án dóms og laga!) háttsettan mann í Hamas-samtökunum, og létu því þessa leysistýrðu bombu falla. Það að 13 aðrir létust, þar af 9 börn sem voru bara á heimilum sínum, var eitthvað sem að þeim fannst ekkert tiltökumál og Sharon fannst þetta frábærlega heppnuð aðgerð.

Svona geðsýki var auðvitað fordæmd af ESB, Norðmönnum og Svíum og meira að segja Bush sagði að þetta væri kannski ekki alveg nógu sniðugt. Íslendingar þegja áfram þunnu hljóði… kannski finnst þeim Halldóri og Davíð ísraelskar appelsínur það góðar að þeir þora ekki að fordæma svona níðingsverk ef ske kynni að Ísraelar myndu hætta að selja okkur ávextina. Íslenska ríkisstjórnin – aumingjar Íslands ehf.

Áhugavert:

  • A fool’s paradise for CEOs?
  • Segway – is it any good?
  • Comments are closed.