Föstudagur

Las í gærkveldi We Can Build You eftir Philip K. Dick. Mun skemmtilegri stíll en hjá Gibson. Konurnar hjá PKD virðast vera í svipuðu fari, annað hvort vélmenni eða jafn stífar og vélmenni. Bókin er pæling um geðheilbrigði og tilverurétt vélmanna, ef að ég gerist djarfur og súmmera mjög gróft efni bókarinnar. Sæmilegasta lesning. Fleiri PKD bækur liggja á náttborðinu, verð að klára að lesa þær áður en ég skila þeim á Borgarbókasafnið.

Áhugavert:

  • The Jackson Jive
  • Comments are closed.