Stúdentablaðið

Stúdentablaðið fylgdi Fréttablaðinu í dag og reyndist vera mjög pólitískt, sem er hið allra besta mál. Hrópandinn í eyðimörkinni sem mæltist til þess að allir ættu að kvarta minna og brosa meira var út úr kú í þessum ólgusjó réttlátrar reiði.

Stúdentablaðið féll reyndar í algenga gildru blaða sem vilja höfða til yngra fólks, og eða vera listræn. Gildran er sú að nota ólæsilegt letur, oft í fyrirsögnum eða hliðargreinum. Ef það er til eitthvað “turn-off” við lestur þá er það ólæsilegt letur. Letur í blaði á að skila af sér læsilegum orðum, ekki að vera ólæsileg listræn yfirlýsing. Það eru til aðrir vettvangar fyrir svoleiðis fimleika.

Comments are closed.