Björn bil, Hermigervill

Björn Bjarnason: Þýsku kosningarnar.

Varnaglar þýsku stjórnarskrárinnar gegn minnihlutastjórnum og smáflokkum byggjast á dýrkeyptri reynslu áranna milli stríða, þegar Weimar-stjórnarskráin var í gildi. Hún var talin ein besta stjórnarskrá samtímans, áður en mönnum var ljóst, að í skjóli hennar gátu nasistar komist til valda.

Er það bara ég sem skynja í þessum orðum þá skoðun hans að smáflokkar séu ógn við lýðræðið? Byggt á nasistaflokknum? Og eigi við enn í dag?

Úff.

Að skemmtilegri málum, listamaðurinn Hermigervill var að gefa út sína aðra breiðskífu, og af því tilefni er hægt að ná í tóndæmi af henni, sem og fyrri breiðskífuna í heild sinni, á heimasíðu hans. Minnir mikið á DJ Shadow, líst vel á þetta.

Comments are closed.