Bolti, skvetta, taska

Elín sendi mér tengil á fréttina Football fans fake air emergency og spurði hvort þessir menn tengdust mér. Ég varð að svara því neitandi en dáðist þó eigi síður að einlægum áhuga þeirra.

Stefán Pálsson skvettir staðreyndunum framan í Björn Bjarnason í grein sinni Mýtan um þýsku smáflokkana.

Byrjaði í dag að ganga með tösku.
Vonandi fara fötin mín þá að hætta að verða að strimlum eftir návist húslyklana.

Comments are closed.