Gáfumenni

Það fyrirfinnast gáfumenni víða, þar á meðal þessi reykingakona sem hefur áhyggjur af heilsu barnsins… vegna hávaða frá vegaframkvæmdum. Reykingarnar styrkja væntanlega ónæmiskerfið?

Annars er gott að sveitarfélögin séu aðeins að minna á hvernig ríkið reyndi að sleppa billega:

Strandar kennaradeilan á ríkinu?
Fleiri þurfa að koma að kennaradeilunni en sveitarfélögin og kennarar segir Lúðvík Geirsson, bæjarstj. í Hafnarfirði. Ríkið þarf að gera upp skuldir sínar við sveitarfélögin segir hann en engir fjármunir séu til skiptanna hjá sveitarfélögunum til að mæta útgjöldum vegna samninga við kennara.

Samningaviðræður um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga hafa staðið í 3 ár og miðar lítið segir Lúðvík. Hann segir að ríkið skuldi sveitarfélögunum miljarða kr. m.a. vegna tekjutaps sem sveitarfélögin hafi orðið fyrir vegna breytinga á skattkerfinu því þau hafi mun minni tekjur eftir að fólk fór í auknum mæli að stofna einkahlutafélög og húsaleigubóta sem þau þurfa á greiða
(www.textavarp.is)

Mér skilst að greinin þeirra Sigurrósar og Helgu hafi birst í Morgunblaðinu í dag. Stoltur af því hvað verkfallið hefur kveikt í konunni minni, enda hefur hún aldrei liðið óréttlæti.

Comments are closed.