Að hengja bolta fyrir þjóf

Nú um helgina kom Steve Bruce, núverandi framkvæmdastjóri knattspyrnuliðs Birmingham City, að þjófum sem voru að reyna að stela bifreið dóttur hans. Hann lenti í ryskingum við þá og var frekar skrautlegur á að líta þegar hann stýrði liði sínu.

Íslenskir íþróttafréttamenn hafa sjaldnast náð upp í þá gæðastaðla sem ég sjálfur hef ákveðið og séð marga erlendis ná upp í. Það kom mér því lítið á óvart þegar að Snorri Sturluson fór að fjalla um þetta atvik í tengslum við knattspyrnu, að þessi ljóti blettur sé alltaf á knattspyrnunni. Þarna var hann sumsé búinn að umbreyta þjófum í knattspyrnubullur, það er nú til slatti af þeim án þess að hann sé að bæta við með svona bulli.

Þetta er hrikalega pirrandi þegar að menn gera sitt besta til að sverta eitthvað með rangtúlkunum, hvort sem er í fótbolta eða öðrum málum.

Comments are closed.