Neró og Jón Steinar

Kláraði í gærkvöld að lesa A Song for Nero sem er nýjasta sögulega skáldsagan frá Thomas Holt. Hann skrifar einnig léttari bókmenntir sem Tom Holt, þær eru keimlíkar Discworld en ekki eins. Sögulegu skáldsögurnar hans eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Neró greyið var vissulega bastarður og fauti en fær frekar ósanngjarna útreið, Rómarveldið var í flottum málum með hann við stjórn.

Ég hef einmitt spáð mikið í þennan punkt hér að neðan. Allt í einu er allt brjálað og alveg bráðnauðsynlegt víst að koma Jóni Steinari í hæstarétt, allir sjálfstæðismenn dregnir út og látnir hrópa hástöfum ágæti hans. Spurningin er sú… þegar hann dæmir í máli sem tveir lögmenn flytja og annar þeirra skrifaði undir áskorunina og hinn ekki… hvernig getur hann haldið fram því að það hafi engin áhrif á dóminn eða mat hans á sönnunargögnum og röksemdafærslum?

Skondið svo að nýi óreyndi dómarinn úr bláu handar klíkunni mæli sérstaklega með honum, hann sem skreið inn með minnsta reynslu umsækjanda.

Hæstiréttur: Undirskriftir tvíeggjaðar
Á annað hundrað lögmanna hafa skrifað undir áskorun til stuðnings Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og umsækjanda um embætti hæstaréttardómara.

Gunnar Jónsson, formaður Lögmannafélags Íslands, telur óheppilegt að hópur hæstaréttarlögmanna standi fyrir slíkri undirskriftarsöfnun. Verði Jón Steinar skipaður dómari við hæstarétt hljóti að vakna spurningar um hæfi hans.

Gunnar hefur bent á að Eiríkur Tómasson, prófessor og umsækjandi um embætti hæstaréttardómara, hafi einnig mikla reynslu af lögmennsku.

Spurningin hvernig eigi þá að velja hæstarréttadómara er vissulega mikilvæg. Tregða dómara við að meta mannslíf meira en pappírspeninga er engum til sóma og þarf að breytast sem fyrst.

Comments are closed.