Kennaradeilan, skoðið báðar hliðar

Fyrirsagnir blaða og frétta einblína á “deilan við kennara” og “kröfur kennara” en aldrei sjáum við fyrirsögn þar sem stendur “kröfur sveitarfélaga” eða “deilan við sveitarfélögin”. Hversu einhliða getur fréttamennska orðið?

Það hefur aldrei verið leyndarmál að mér hefur ósjaldan ofboðið það að fólk sem birtir yfirlýsingar fyrirtækja, ráðamanna og annara án þess að grennslast fyrir um hvað liggur þar að baki, kalli sig fréttamenn. Þetta á við um 90% efni Morgunblaðsins á hverjum degi og stóran hluta annara fjölmiðla sem birta yfirlýsingar en stunda ekki alvöru fréttamennsku.

Í dag skrifuðu tvær ungar kennslukonur um verkfallið, þeirra sjónarmið. Það er tími til kominn að rödd almennra kennara fái smá sviðsljós, Eiríkur Jónsson gerir þeim aðeins ógagn með hótunum sínum og forneskjulegum aðferðum.

Lesið færslur Helgu Sigrúnar og Sigurrósar.

Það er soldið öfugsnúið að margir tala um skólana eins og þeir séu bara barnagæsla, þeir eru miklu meira og það á að taka fullt tillit til þess.

Hringlandaháttur menntamálaráðherra með lengd námstíma, án þess að gefa betri útskýringar en “af því bara” er hluti af vandamálinu. Það þarf að skoða skólamálin mun betur.

Litlu deiglupennarnir vilja sjá kennara metna eftir árangri en bjóða ekkert betur en meðaleinkunnir sem árangursmat.

Þetta sýnir fádæma vanþekkingu þeirra á skólakerfinu þar sem nemendur eru af öllum gerðum, margir með mismunandi fatlanir. Á kennari sem tekur við bekk þar sem stór hópur nemenda á við námsörðugleika að stríða að gjalda fyrir það? Eiga skólar og kennarar að fara að vísa nemendum frá sem munu lækka meðaleinkunnir? Það er ekki hlutverk skólanna og þessi matsaðferð er svo heimskuleg að ég finn ekki betri orð en það, heimska.

Comments are closed.