Hugsjónastarf hjá ríkinu

Eins og könnun í Bretlandi benti til, þá er það oft hugsjónafólk sem vinnur við opinber störf, hvort sem það er á lægstu þrepum launaskalans (sem merkilegt nokk eru fóstrur og leikskólakennarar, þau gæta víst lítt merkilegra verðmæta?) eða ofar.

Könnun, sem Guardian fjallar um í dag, sýnir að það að störfin hafa jákvæð áhrif á aðra í samfélaginu er veigamikill þáttur starfsánægjunnar. Líkt og þeir sem starfa í einkageiranum komast oft að (sem og ég gerði), þá er það oft peningaveskið þitt og viðskiptavinarins sem tekur eftir starfi þínu, áhrif þín á samfélagið eru oft varla sjáanleg.

Kannski er "ég"-menningin á undanhaldi og "við"-menningin að koma aftur? Það er að minnsta kosti óskandi.

Í Blaðinu í dag fáum við að lesa um hetjulega eldflauga/sprengjuárás Bandaríkjamanna, sem sprengdu upp þrjú hús í Pakistan vegna gruns um að þar leyndist aðstoðarmaður Osama bin Laden. Þessum kaldrifjuðu morðum er lýst sem sigri fyrir Bandaríkjamenn ef þeir hefðu náð þessum al Zawahiri, sem þeir virðast ekki hafa gert… fjölskyldurnar sem þarna voru drepnar eru þá bara fórnarkostnaður? Alþjóðasamfélagið tekur þessu með kæfandi þögn. Íslendingar og aðrir eiga að skammast sín fyrir að horfa framhjá svona glæpum sem hafa endurtekið sig sí og æ.

Þeir óttast kannski að verða fangelsaðir án útskýringa eins og gerist víst meðal fréttamanna… sjá frétt Guardian um fréttamenn sem voru loks látnir lausir án þess að vera ákærðir eftir margra mánuða fangelsisvist vegna gruns um að… þeir væru ekki blaðamenn? Ekki fyrsta svona fréttin sem ég hef tengt í og ekki sú síðasta því miður.

Comments are closed.