Þögn er sama og frétt

Það er víst svo að eftir því sem það er meira í gangi hjá manni, þá fréttir fólk minna af manni. Nýja árið byrjar með breytingum á lífsháttum, mataræðið tekið rækilega í gegn og grænmetisóætan ég þarf nú að finna leiðir til þess að neyta meir en 600g af grænmeti á dag án þess að verða appelsínugulur af gulrótaáti og fá tómataeitrun af ofáti.

Að auki er verið að skoða skólamál og kannski eitthvað gerist í því. Fyrirliggjandi verkefni ársins eru mörg, misjöfn og flest óskyld. Fréttir af þeim þegar þeim er lokið eða vel á veg komin…

Tenglasúpan er mjög fjölbreytt…

Það vantar annars svona hugstormshópa (think tank) hér heima eins og eru úti, til dæmis Demos sem leitar leiða til að auka réttindi borgaranna.

Orð dagsins: sagnorðið fokka, gaufa, dunda, þekkt frá amk. 18. öld.

Comments are closed.