Monthly Archives: November 2002

Uncategorized

Með sokk á hendi

Ég er ekki orðinn ruglaður né að leika brúðu fyrir börn. Ég skrapp í dag til læknis og lét hann skera af mér hnúða sem áttu ekkert erindi með að vera á mér. Sárasaklaust og ættgengt. Nú er bara að lifa með því að geta ekki klórað sér þarna næstu 3 daga á meðan að teygjusokkurinn, risaplásturinn og límið hylja skurðina. Mig klæjar.

Nú eru broskallar komnir í merki HM 2006 sem háð verður í Þýskalandi.

Þetta er svolítið nýtt frá Microsoft. Þeir voru að gefa út leik frá Ensemble Studios sem heitir Age Of Mythology (Age Of Empires er í miklu uppáhaldi hjá mér) og á vefnum bjóða þeir upp á Fan Site Kit. Þar eru saman komnar ýmsar skrár sem auðvelda mönnum að henda upp eigin vef sem dásamar leikinn. Þeir ætla greinilega að nota word-of-mouth aðferðina grimmt þarna!

Michael Jackson er vond föðurímynd, hér lætur hann ungabarn dangla fram yfir svalir á 3ju hæð. Siga barnaverndarnefnd á þennan vitleysing.

Eitthvað hafa dúkkur breyst í áranna rás, núna fást þær með dauðavottorði.

Próf á morgun! Áfram með lesturinn.

Uncategorized

Glysið berst enn inn um lúguna

Bæklingur frá Guðlaugi Þór, auðvitað stílaður á mig og í leiðara er ég titlaður “flokkssystkin”. Ég held ég verði að vaða niður í Valhöll (stutt að fara) á morgun og krefjast þess að fá að vita hver skráði mig eiginlega í flokkinn, úrsögnin úr honum var skrifleg og afhent í eigin persónu á sínum tíma.

Fyndin uppröðunin í gærkveldi á blogg-lista RSS.molar.is:

Áhugavert:

  • GhostZilla
  • Uncategorized

    Bláa höndin sleppir ekki

    Ekki er ég fyrr búinn að pirrast enn einu sinni yfir manneyðunni sem Björn Bjarnason er en ég fæ “Framboð í Reykjavík” sent með mynd af honum á forsíðu ásamt 16 öðrum.

    Ég var fyrir mörgum árum síðan mjög virkur í Tý (FUS Kópavogi) og tók þátt í starfi á vegum Sjálfstæðisflokksins víðs vegar í nefndum og öðru. Ég var á SUS-þinginu fræga í Neskaupstað 1992 (og var fundarritari, tókst þó undir lokin að véla mig úr því hlutverki), þinginu á Selfossi sem var það fjölmennasta hingað til, ýmsum flokksþingum og fleira og fleira. Ég taldi eitt sinn að ég væri með 16 embætti skráðan á mig þann daginn, hvort sem það var ritari þessa, nefndarmaður þarna, stjórnarmaður þarna eða hvað það nú var allt.

    Ég sumsé tók afar virkan þátt í stjórnmálastarfi. Ég var líka ungur og ferlega vitlaus. Þessu lauk 1995-96 minnir mig þegar ég dró mig út úr þeim stjórnum og stöðum sem ég hafði þá með höndum og lagðist undir feld.

    Eftir talsverða umhugsun komst ég að þeirri niðurstöðu að þau öfl sem ég hafði séð að verki í stjórnmálum (bæði innan Sjálfstæðisflokks og utan) voru þess leg að ég vildi ekki koma nálægt þess háttar. Ég sagði mig úr flokknum, held að það hafi verið 1997-98, afar langt síðan og dagsetning og ártal því ekki á hreinu.

    Nú í dag fékk ég hins vegar inn um lúguna þennan framboðssnepil (sem er ómerktur.. borinn í öll hús kannski?) en með honum fylgdi jafnframt dreifirit frá Heimdalli stílað á mig með nafni þar sem ungu frambjóðendurnir voru kynntir og ýmis fögur orð látin falla.

    Eftir mörg ár án þess að hafa fengið dreifirit frá Flokknum þá hefur honum tekist að grafa mig upp, Bláa höndin er vöknuð. Nú er spurning hvort ég verði ekki að athuga hvort að búið sé að skrá mig í Heimdall án vitundar minnar, kannski senda þeir þetta bara líka á þá sem eitt sinn voru innvígðir og von er á að fá inn aftur? Vonin er lítil á mínum bæ.

    Ég kannast ágætlega við Guðlaug Þór, hann var fremstur í fylkingu þann tíma sem ég var í SUS og ég sat á mörgum fundum með honum og vegna hans (þegar næstu skref innan SUS voru ákveðin). Birgi Ármannssyni kynntist ég líka aðeins, til að hann væri ekki einn í nefnd á Neskaupstað settumst við tveir Týsarar til borðs með honum og lömdum saman ályktun um efnahags- eða viðskiptamál minnir mig. Aðallætin á þessu þingi voru í sjávarútvegsnefnd þar sem stór fundarsalur var stappaður og barið í borð og stór orð látin fjúka. Þangað inn nennti ég ekki.

    Hina ungu frambjóðendurna þekki ég ekki, þeir eru á aldur við mig en spurning hvort þeir hafi verið á þessum þingum og hvað það var nú allt. Að minnsta kosti voru þeir ekki í sviðsljósinu (ekki frekar en ég enda vildi ég það ekki). Guðlaugur og Birgir eru annars ágætis menn.

    Fyrst ég var annars kominn með þetta í hendurnar ákvað ég að blaða aðeins í þessu og lausleg könnun leiddi í ljós að af 17 frambjóðendum í prófkjörinu eru 11 úr MR. Hvaðan mýtan um vinstrihneigð þess skóla kemur veit ég ekki, blárri en Versló miðað við þetta, aðeins einn Verslingur er í framboði.

    Skiptingin er annars svona:

    11- MR
    2 - MH
    1 - Iðnskólanum Ísafirði
    1 - MA
    1 - Stýrimannaskólanum
    1 - VÍ


    Háskólanám skiptist svo:

    6 - lögfræði
    3 - ekki lokið háskólanámi
    2 - hagfræði
    2 - stjórnmálafræði
    1 - hjúkrunarfræði
    1 - læknisfræði
    1 - viðskiptafræði
    1 - eðlis-, stærð- og tölvunarfræði


    Á Alþingi eru nú 18 MR-ingar, þar af 5 með lögfræðipróf (að auki nokkrir þingmenn sem hafa ýmist farið í MR eða lögfræði en ekki lokið námi). Alls eru lögfræðingar á Alþingi 9 talsins (5 Sjálfstæðismenn, 2 Samfylkingarmenn og svo Framsóknarmaður og Vinstri-Grænn).

    Af MR-ingum eru 9 þeirra Sjálfstæðismenn, 5 Samfylkingarmenn, 2 Framsóknarmenn og 2 Vinstri-Grænir.

    Næsti flokkur sem sendir mér bleðil fær ámóta tölfræðipistil frá mér. Ég er óflokksbundinn og verð það þar til eitthvað almennilegt kemur á sjónarsviðið.


    Haldiði ekki að Reuters hafi breytt útliti vef síns í dag og verið svo latir að geta ekki haldið gömlum slóðum í gangi! Þurfti að setja inn breyta bókamerkjunum, hnuss.

    Þar mátti annars lesa um skaðræðiskvendi sem að er verra en margir “wife-beaters”, skar eyrað af kallinum og setti í lófa hans þegar hann spurði hví hún kæmi svo seint heim.

    Þeim sem vilja súkkulaðihúðuð kartöflustrá bendi ég á að fara til Ameríku (hvert annað).

    Guðsmenn sjá enn djöfulinn í líki homma, spurningunni um málfrelsi er vandsvarað þegar að svona rugli er dreift, hallast þó að málfrelsi þó að svona idjótaháttur fljóti með.

    Ég held að Íranir séu á réttu róli varðandi refsingar, það er held ég áhrifaríkara að niðurlægja menn opinberlega (og frekar sakleysislega) en að senda þá í fangelsi. Ég styð svona refsingar fyrir vandræðalýð sem að heldur sig vera töff þegar þeir eyðileggja eigur annara og hrella fólk. Rassskelling á almannafæri myndi láta marga hugsa sig tvisvar um, ein lína á sakaskrá skiptir þá engu máli.

    Uncategorized

    Rassskella og senda í rúmið

    Horfði á Silfur Egils í dag og var kominn að því að berja Björn Bjarnason fyrir að vera svona vitlaus og leiðinlegur. Henti fram ósönnum fullyrðingum, svaraði mótrökum með því að það væri ekki til umræðu eða það væri ekki kjarni málsins eða að þeim aðila væri nú ekki treystandi. “Nóg til af vitleysingum sem segja ýmsa hluti” sagði hann (ekki orðrétt.. man ekki nákvæma orðaröð) og held ég að sjaldan hafi honum sjálfum verið lýst eins vel. Ef ég væri mamma hans hefði ég tekið í hnakkadrambið á honum og hent inn í herbergi, sagt honum að koma ekki út fyrr en hann gæti hagað sér eins og maður. Gjörsamlega óviðræðuhæfur, haldinn þeim vonda sið að halda að maður vinni umræður með því að grípa fram í fyrir viðmælendum. Steingrímur Sigfússon má eiga það að hann leyfði Birni alltaf að tala út, Björn er alveg ófær um þannig lágmarkskurteisi.

    Birni er jafnframt bent á að rétt er að nota ý þegar skrifað er “borg og bý”, bí kannast ég bara við sem hluta af textanum í Bí bí og blaka, BÍ er svo Boltafélag Ísafjarðar.

    Hversu margir Falun Gong liðar ætli séu á svörtum lista Bandaríkjastjórnar sem inniheldur til dæmis fréttamenn og nunnur? Hversu mörgum Íslendingum hefur ríkisstjórn Davíðs Oddssonar svo bætt við á listann? McCarthy lifir góðu lífi í hugum veruleikafirrtra ráðamanna.

    Uncategorized

    Fjölskylduskemmtun já?

    Í kvöld fer fram hnefaleikakeppni í Laugardalshöll, umgjörðin næstum eins og í Las Vegas, ljósasýning, hljómsveitir og uppistandarar. Bubbi Morthens var að segja að “það er engin spurning að hnefaleikar eru fjölskylduskemmtun”. Mennirnir eru misjafnir.

    Alltaf gaman að velta fyrir sér hvað hin ýmsu hugtök þýða, sjá Wizard of Id.

    Uncategorized

    Einn heima

    Þá er ég einn í kotinu í rúman sólarhring eða tvo. Áhyggjufullar sálir get ég upplýst um það að ég er fullfær um að kaupa mat og hita hann upp. Ég er til að mynda snillingur með hamborgara og pönnu. Annar kostur er sá að ég kippi mér ekki upp við það þó ég fái til dæmis sama matinn þrjár máltíðir í röð (nema maturinn sé vondur…).

    Spurningin er, hvað viltu að aðrir viti um þig? Mér segir svo hugur að margt af því sem að fólk lætur út úr sér á bloggi, spjallþráðum og öðrum netmiðlum geti ásótt það seinna meir. All margir sem að skíta yfir allt og alla.

    Áhugavert:

  • Enn einn valkosturinn gegn Microsoft Word
  • Fleiri akra, færri herflugvelli
  • Óhugnalegur dauðdagi
  • Rússneskir þingmenn eru alveg ótrúlegir þessa dagana
  • Ljótasti maður í heimi
  • Kylie: Hands off my pants
  • Holey Cowgirl!
  • Uncategorized

    Listakvöld

    Í kvöld fórum við á Listakvöld hjá Kennó þar sem Sigurrós og fjórir aðrir nemendur lásu upp ljóð sín. Eini nemandinn á íslenskuvali 2. árs kom svo með stutta sögu og að lokum steig Heimir Pálsson í pontu og flutti eina vísu og tvær limrur. Karlinn hefur skrifað einhverjar tyrfnustu og leiðinlegustu kennslubækur í íslensku sem um getur en er sjálfur mjög hress og hnellinn eins og limrurnar (sem eðli málsins eru klámfengnar) báru vott um. Hann ætti kannski að bæta þeim við næstu útgáfur námsbóka.

    Í gærkveldi birtist smá grein eftir mig á Huga þar sem ég kynni svona lauslega um hvað Natural Selection snýst, en það er mod fyrir Half-Life. Mjög áhugavert fyrir okkur liðsspilarana, verður lítið um einspilara í þessu. Sigurrós sér um skáldskapinn, ég sé um fræðslugreinarnar.

    Rannsóknir hafa sýnt fram á það að spenna auki minnið. Eftir lestur námsefnis þá getur verið gott að horfa á hryllingsmynd eða spennumynd eða að hreyfa sig rösklega.

    Roy Keane þarf á hjálp sérfræðinga og geðlyfja að halda, núna segist hann sjá eftir því að hafa EKKI kýlt Alan Shearer, aðeins ýtt honum. Þessi maður er veikur á geði, í fúlustu alvöru.

    Sports Illustrated býður nú upp á úrval mynda af fáklæddu kvenfólki, nánar tiltekið valdar myndir úr baðfatasafni síðustu áratuga. Eitthvað til að ylja sér við á köldum degi eins og var í dag.

    Uncategorized

    Mary Poppins, James Bond og ræflalöggur

    Hver veit, ef maðurinn væri ekki líklega vel í holdum þá hefði þetta ef til vill farið vel hjá honum, reyndar er bara fyndið að reyna að gera eitthvað sem var gert í Mary Poppins… mig minnir að það hafi allt verið hvert öðru ótrúlegra.

    Það er alveg eftir Bretum að koma með svona arfavitlausa áætlun til að hindra sprengjuárásir. Lögreglumenn klæddir sem heimilisleysingjar með lögregluhunda sem ráfa um og athuga hvort að sprengja sé í næsta nágrenni (30 metra radíus). Þetta er eins og eitthvað úr The Avengers, einni ömurlegustu mynd seinni tíma.

    Efri deild rússneska þingsins virðist vera mönnuð aðeins betra fólki en sú neðri, þeir hafa hafnað tillögunni umdeildu sem að lækkaði giftingaraldur niður í 14 ár.

    Halle Berry drap sjálfa sig næstum því á fíkju í ástaratriði í nýjustu Bond myndinni, Bond sjálfur þurfti að koma henni til bjargar.

    Áhugaverðir tenglar varðandi umræðu um tölvuleiki:

  • Grand Theft Auto:Vice City
  • Grand Theft Auto:Vice City (innskráningar þörf, ókeypis)
  • Þekktasti leikjahönnuðurinn í dag
  • Uncategorized

    Smáfréttir

    Fylgjumst oft með Amazing Videos, þar eru oft óborganleg myndbönd af misheppnuðum ræningjum og öðrum aumingjum, spurning hvort að myndband af heimskasta glæpamanni Þýskalands rati þangað bráðlega. Lögreglan í Bretlandi er svo nú að eltast við einhvern sem skaut hraðamyndavélar í tætlur.

    Góðar fréttir fyrir okkur karlmennina í langtímasamböndum, konurnar njóta kynlífsins mun meira með okkur en einhverjum einnota skyndikynnagæjum. Ég hefði getað sagt þeim þetta… 🙂

    Kristín Helga baðst ekki afsökunar í pistli sínum í Fréttablaðinu í dag á dónalegum ummælum sínum í eldri pistli. Þetta mál fer lengra.

    Síðasta skilaverkefni annarinnar skilað á morgun. Þetta er líka orðið heldur gott. Prófin í næstu viku, ætli maður verði ekki að byrja aftur að lesa, lítið gert af því frá miðannarprófum.

    Tengdó á afmæli í dag, hamingjukveðjur austur fyrir fjall.

    Uncategorized

    Blóðið rennur

    Vilhjálmur Egilsson er fúll með að lenda í 5. sæti í prófkjöri og ætlar ekki að sætta sig við það. Nú spyr ég, er maðurinn hissa á því að njóta ekki meiri stuðnings kjósenda þegar að þessi maður segist kjósa GEGN eigin sannfæringu (ríkisábyrgð Decode)? Ef að þingmaðurinn getur ekki einu sinni verið sammála sjálfum sér þá er greinilega ekki hægt að treysta honum hænufet. Þessi maður á ekki betra skilið.

    Það er orðið nokkuð síðan að ég heyrði af Tönyu Grotter, núna kemst heimspressan þó í málið.

    Í Survivor V var svo aðalskutlan rekin út! Skandall… þau hin vissu vel að hún ætti mesta möguleikann af þeim öllum að vinna þetta allt ef hún hefði komist í einstaklingskeppnina.

    Blóðið rann í dag, spurning hvort ég þurfi að fara panta tíma í æðabrennslu, líklega 14 ár síðan að það var brennt fyrir síðast.

    Áhugavert:

  • AOL discs returned to sender