Með sokk á hendi

Ég er ekki orðinn ruglaður né að leika brúðu fyrir börn. Ég skrapp í dag til læknis og lét hann skera af mér hnúða sem áttu ekkert erindi með að vera á mér. Sárasaklaust og ættgengt. Nú er bara að lifa með því að geta ekki klórað sér þarna næstu 3 daga á meðan að teygjusokkurinn, risaplásturinn og límið hylja skurðina. Mig klæjar.

Nú eru broskallar komnir í merki HM 2006 sem háð verður í Þýskalandi.

Þetta er svolítið nýtt frá Microsoft. Þeir voru að gefa út leik frá Ensemble Studios sem heitir Age Of Mythology (Age Of Empires er í miklu uppáhaldi hjá mér) og á vefnum bjóða þeir upp á Fan Site Kit. Þar eru saman komnar ýmsar skrár sem auðvelda mönnum að henda upp eigin vef sem dásamar leikinn. Þeir ætla greinilega að nota word-of-mouth aðferðina grimmt þarna!

Michael Jackson er vond föðurímynd, hér lætur hann ungabarn dangla fram yfir svalir á 3ju hæð. Siga barnaverndarnefnd á þennan vitleysing.

Eitthvað hafa dúkkur breyst í áranna rás, núna fást þær með dauðavottorði.

Próf á morgun! Áfram með lesturinn.

Comments are closed.