Mary Poppins, James Bond og ræflalöggur

Hver veit, ef maðurinn væri ekki líklega vel í holdum þá hefði þetta ef til vill farið vel hjá honum, reyndar er bara fyndið að reyna að gera eitthvað sem var gert í Mary Poppins… mig minnir að það hafi allt verið hvert öðru ótrúlegra.

Það er alveg eftir Bretum að koma með svona arfavitlausa áætlun til að hindra sprengjuárásir. Lögreglumenn klæddir sem heimilisleysingjar með lögregluhunda sem ráfa um og athuga hvort að sprengja sé í næsta nágrenni (30 metra radíus). Þetta er eins og eitthvað úr The Avengers, einni ömurlegustu mynd seinni tíma.

Efri deild rússneska þingsins virðist vera mönnuð aðeins betra fólki en sú neðri, þeir hafa hafnað tillögunni umdeildu sem að lækkaði giftingaraldur niður í 14 ár.

Halle Berry drap sjálfa sig næstum því á fíkju í ástaratriði í nýjustu Bond myndinni, Bond sjálfur þurfti að koma henni til bjargar.

Áhugaverðir tenglar varðandi umræðu um tölvuleiki:

  • Grand Theft Auto:Vice City
  • Grand Theft Auto:Vice City (innskráningar þörf, ókeypis)
  • Þekktasti leikjahönnuðurinn í dag
  • Comments are closed.