Author: Jóhannes Birgir

Ófædd Jóhannesdóttir

Eftir þrívíddarsónarskoðun dagsins virðist staðfest að væntanlegur frumburður er stúlka. Sjá færslu Sigurrósar og svo myndirnar . Er að reyna að pota myndböndunum inn líka… Fjórvíddin er víst tíminn, það eru þrívíddarmyndir í tímaröð.

Afmæli gærdagsins

Í gær áttu mamma og pabbi bæði afmæli. Pabbi orðinn 53 en mamma átti stórafmæli, 50 ára, og hélt upp á það síðastliðna helgi. Mér hefur annars reiknast svo til að ég hafi orðið...

Mannanöfn

Ég og Ævar dældum íslenskum mannanöfnum inn á íslensku Wikipediuna fyrir rétt um ári síðan. Þar settum við bæði inn þau nöfn sem fundust í þjóðskrá sem og öll «lögleg» íslensk nöfn. Mannanafnanefnd hefur...

Dr. Kerlingabók

Í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöld kom fram einhver læknir (hvers nafn ég man ekki) sem fussaði og sveiaði yfir því að fólk gæti farið í þrívíddarsónar og séð þar myndir af ófæddum börnum...

Stóra fréttin

Fyrst Sigurrós er búin að nefna það á netinu má ég það víst líka. Áætlaður komutími: 14. mars.

Eddie Murphy

Hvað ætli Eddie Murphy hafi gert af sér? Maðurinn virðist ekki geta fengið mótleikara og er því í þremur hlutverkum hið minnsta í þeim myndum sem hann leikur í, nýjasta slíka myndin er Norbit. 

Krókódílamaðurinn

Steve Irwin látinn. Ekki náðu krókódílarnir honum heldur stingskata! Skilur eftir sig konu og tvö ung börn.

jbj5

Í dag hóf ég aftur skólagöngu við Háskóla Íslands eftir 10 ára hlé. 1995 skráðu ég og tveir vinir mínir okkur í lögfræði. Tveir okkar entust ekki til áramóta. Árið eftir skráði ég mig...

Nokkur myndbönd

Þáttur í bandarísku sjónvarpi spurði "Er George Bush fáviti?". Lög um forgangsröðun netumferðar eru til umfjöllunar í bandaríska þinginu. Þrýstihópur sem berst fyrir hlutleysi netumferðar (net neutrality) fékk til liðs við sig þrjár manneskjur...

Öryggislögregla Björns Bjarna

Björn Bjarnason kætist yfir því að Mogginn taki upp hanskann fyrir það að Björn hamri á meiri njósnum, fleiri vopnum og fari með vænisýkina upp í topp til að sannfæra um að Ísland þurfi...