jbj5

Í dag hóf ég aftur skólagöngu við Háskóla Íslands eftir 10 ára hlé.

1995 skráðu ég og tveir vinir mínir okkur í lögfræði. Tveir okkar entust ekki til áramóta. Árið eftir skráði ég mig svo í stjórnmálafræði og þó að áhugaverð væri þá gat hún ekki att kappi við Internetið sem þarna var að komast á skrið.

1995 var mér úthlutað netfanginu jbj@, það var síðan endurnýtt og einhver annar ber það nú. Ég fékk úthlutað jbj5@ sem er ekki nógu kræsilegt en hugga mig við það að 5 er síðasta talan í fæðingarárinu.

Markmiðið er meistaragráða árið 2008.

Comments are closed.