Uncategorized

Efnabræður!

Erindum dagsins er gerð skilmerkileg grein fyrir hjá (ung)frúnni.

Amazon í Bretlandi slógu eigið met, ég pantaði á mánudaginn og fékk þetta í dag! Frábært!

Ég hef sagt það áður og ég segi það enn og aftur að Efnabræður eru argandi gargandi snillingar.

Ég tárfelldi næstum því þegar ég sá öll myndböndin á DVD-disknum í fyrsta skipti og Star Guitar myndbandið og svo útskýringin á því var alveg gapandi snilld. Ég á eftir að hlusta á aukadiskinn sem fylgdi með, ætli maður tárfelli ekki bara á morgun þegar maður heyrir enn meira.

Uncategorized

Fjölgun

Í morgun biðu mín tvö SMS-skilaboð þar sem tilkynnt var að Örn og Regína hefðu eignast strák rúmlega hálftvö í nótt. Þá eru þeir Þórssynir allir orðnir margra barna feður, sem er öllum börnum meira en þegar ég kynntist þeim fyrir rúmum ellefu árum.

Horfðum í kvöld á A View from the Top þar sem Gwyneth Paltrow, tvífari Regínu, stóð sig vel í lítilli, óraunverulegri og sætri mynd.

Amazon eru að stússast í merkilegum hlutum þessa dagana, þeir eru að skanna inn textann úr öllum bókum sem þeir hafa þannig að hægt er að leita að nafni persónu og fá til dæmis allar bækur þar sem minnst er á hana. Wired birtir frétt um þetta sem nefnist The Great Library of Amazonia sem er tilvísun í bókasafnið í Alexandríu til forna.

Skondni pistill dagsins kemur svo frá Englandi og er um Phil Neville sem er meðal annars settur í flokk með Quasimodo og hestinum Foinavon og öðrum ólíklegum sigurvegurum.

Uncategorized

Argh!

Hmmm… Sheffield Wednesday og Lazio töpuðu bæði í kvöld. Lyon náði þó jafntefli í gær.

Urrandi yfir verkefni sem við vorum að ströggla við að klára, skandall að mestur tíminn hafi farið í að kynna sér forrit sem enginn kennari kann á til að fá út gögnin sem áttu að vera aðalatriðið en urðu ekki vegna tímaskorts.

Heyrðum líka í stórvarasömum laganemum upp í skóla.

Tengill dagsins er svo á fyrsta manninn sem lifir ferð niður Niagarafossana (án hjálpartækja) af.

Uncategorized

Jú!

Ha? Nei?

Fjör í skólanum, 20% verkefni núna í hverri viku í einu fagi, 4 vikur í röð.

Maginn með uppsteyt núna þegar restin var að komast í lag. Fjör.

Uncategorized

Nei!

Nei nei nei! Blatter að fá aukaár. Ógn og skelfing sem fylgir þessu mannkerti.

Í læknisfræðinni eru menn enn að skoða möguleikann á að maður geti búið til eigin varahluti, nýtt hjarta og þess háttar. Við krossum fingurna.

Er annars ánægður með skjátáknið sem ég bjó til. Fyrra skjátáknið var orðið 3 ára minnir mig og mjög svo úrelt.

Uncategorized

Guðsótti

Ég held það sé farið að styttast heldur betur í annan endann hjá kirkjunni á Vesturlöndum (hún hefur enn gríðarleg tök í Suður-Ameríku).

Hlutir eins og að kalla samkynhneigð illa og álíka gáfulegheit eru að einangra hana æ meir. Mótmælendastefnan er hægt og rólega að þynnast út til að koma til móts við tíðarandann, henni er það nauðugur einn kostur enda væri hún horfin ef hún gerði það ekki. Ráðherrarnir í dag eru þó enn af gamla biblíuskólanum og eru handvissir að Íslendingar séu kirkjuræknir og fullir guðsótta. Mín kynslóð er langt frá því.

Kynslóð flestra ráðherra er hins vegar alveg gallhörð á því að kirkjan eigi að vera aðal, ræða Björns Bjarnasonar í dag ber þess vitni.

Ég gæti krufið einstaka punkta ræðunnar í þaula, hvernig heimurinn væri betri ef allir færu meira eftir 2000 ára gömlum munnmælasögum og þess háttar en eftirlæt það verk öðrum sem eru eflaust áfjáðir í það.

Orðið guðsótti er annars áhugavert… þeir hafa aldrei þótt fínn pappír sem hafa byggt vald sitt á ótta þegna sinna.

Uncategorized

Hringheimur

Kláraði í gær að lesa The Science of Discworld II: The Globe. Frábær bók alsveg eins og fyrirrennari hennar. Hér fáum við að sjá Terry Pratchett sem heimspeking og vitnað í fjölmörg atriði í bókum hans og betra ljósi varpað á þau. Þetta er ekki alvöru Discworld-skáldsaga, þetta er frábærlega skrifað heilaefni og alveg að mínu skapi þó ég sé ekki alltaf sammála fræðimönnunum.

Þeim sem þjást af ýmsum fóbíum er svo bent á að spila tölvuleiki tengdum þeim, vísindamenn hafa til dæmis unnið með köngulóarfælni með því að nota Half-Life.

Heilsan fer batnandi, hitinn að minnka en ég er argandi hás.

Árslangri einsemd okkar hér í risinu er svo víst að ljúka, nýju nágrannarnir voru að flytja inn eftir 6 mánaða framkvæmdir, áður hafði íbúðin staðið auð en ekki í sölu í 6 mánuði eftir að gömlu hjónin fóru í heldrimannaíbúð.

Uncategorized

Nýr heimilislæknir?

Já, ekki er ég fyrr búinn að segja Unni að maður eigi að hlusta á líkamann, ekki hitamæla varðandi það hvort maður sé veikur eða ekki, en ég vakna um miðja nótt blautur af svita vegna hita (ég sleppi drumrollinu hérna).

Síðustu helgi var ég með þvílíka beinverki og höfuðverk, það virðist vera af völdum sama vírus og hefur nú skellt mér upp í 38 gráður og raspað hálsinn að innan þannig að það líkist einna helst sandpappír. Vatn gerir illt verra. Lifi núna á kóki (kíki á ávaxtate sem er laust við koffín á morgun skv. læknisráði) og ávaxtastöngum (frostpinnar). Get reyndar borðað án vandkvæða en vil stinga hálsinum ofan í skúffu þess á milli.

Annars er það svo að yfirleitt þegar ég fæ hita finn ég slappleika yfirtaka mig, í nótt hins vegar gat ég ekki sofnað aftur og fór á fætur tæplaga 5 þegar ég vaknaði öðru sinni, í dag hef ég svo brunað bæjarfélaga á milli og borið tvo þunga skjái upp og niður stiga og þó með 38 stiga hita. Þá er eitthvað að.

Fór í fyrsta sinn á heilsugæslustöð Hlíðahverfis (sem ég tilheyri víst þó á Flókagötunni sé… tenging Vals og Hlíðahverfis er mér svolítill þyrnir í … uhh… fæti). Þar hitti ég fyrir lækni sem er líklega rétt um jafnaldri minn og alveg á sömu línu. Fyrst að heilsugæslan í Kópavogi og heilsugæslan í Grafarvogi hafa sparkað mér verð ég að finna nýjan heimilislækni. Leist vel á þennan og ætli maður reyni ekki að krækja í hann ef kostur er á.

Nú er svo komið að því sem lesendur mínir vilja, tenglar dagsins.

EGM Magazine fengu nokkra krakka til að spila tölvuleiki sem við “eldra fólkið” könnumst við frá barnæsku, dóma þeirra má lesa hér.
er á þessari síðu og tveim næstu.

Að lokum eru það svo “wholesome American family values” sem úthýsa BDSM ráðstefnum í Bandaríkjunum, S&M-event organizers whipped in Maryland. Svo ég vitni í prest í þessari grein:

Sexuality is a beautiful thing, a gift from God. But it is a gift that comes with responsibility, including respecting the man or woman you are with, not this tie-me-up rough stuff.

Bara trúboðastellingin takk fyrir!

Uncategorized

Í dag

Nú árið 2003 (skv. kristnu gregorísku tímatali) er enn allt í volli. Erlendir verktakar komast upp með fáránlega hluti því að það má ekki styggja þá, ríkið sker enn meira niður í skólamálum og þjappar eigin líkani (þjappa er víst nýyrði fyrir niðurskurð) niður fyrir viðmiðunarmörk, útvarpsstjóri heldur að aðeins séu til tveir pólar í stjórnmálum og langar að fá hægrimenn til að halda úti mótvægi gegn Speglinum, sífrað er um að páfinn fái friðarverðlaun Nóbels (en maðurinn heldur úti stríði gegn samkynhneigðum og sjúkdómavörnum) og nú til dags komast allir ráðamenn upp með lygar með því að nota önnur orð og búa þau til.

Já börnin mín, þið getið lesið um það í sögubókunum hvernig sum ríki mega gera árásir á önnur ríki og fá ekki svo mikið sem ákúrur fyrir, að ótrúlegustu upphæðum mannkynssögunnar er eytt í hernað á meðan að peningarnir sem í hann fara gætu bjargað allri Afríku og að enginn þarf að standa skil gjörða sinna ef hann er broddborgari í réttu flokkunum.

Miðaldirnar liðu ekki, þær urðu bara tæknivæddar. Vonandi er skynsemisöldin uppi nú hjá ykkur sem lesið þetta, löngu seinna. Ég hefði verið til í að vera uppi þá.

Uncategorized

Ótvírætt

Slappur en enn að braggast hægt og rólega.

Skilaboð dagsins eru samt ótvíræð (haha), kynlíf er bráðnauðsynlegt og konur geta líffræðilega séð ekki keyrt líkama sinn út með kynlífi á meðan að karlar geta skemmt hitt og þetta, aðallega það, við ofnotkun. Typpið þarf tíma og rúm (haha!) til að slappa af.

Meira má lesa í greininni Is Sex Necessary?

Heimilismeðlimum betra.is fjölgar og enn fleiri eru að koma sér upp útliti áður en þeir birtast á forsíðunni. Unnsteinn datt inn í dag og ekki langt í að Guðrún sjáist þarna.