Skipt um spindilkúlur, og annað í bílnum sem ég kann ekki að nefna, í dag og bíllinn fékk því skoðun (enda vel með farinn). Í fyrsta sinn sem skipt er um þessar kúlur, telst mjög gott að það sé gert í fyrsta sinn eftir 15 ár! Mikil völundarsmíð sem Mazdan mín er og ég gef hana ekki upp á bátinn fyrr en hún liggur ónýt einhver staðar.
Allsvakalegur árekstur sem varð í gær í Los Angeles, 41 slasaðist í árekstri 198 bíla. Það er nær alltaf idjótinn sem er að flýta sér og er ekki að taka eftir umferðinni í kringum sig (sem var stopp! halló!) sem veldur svona dæmi, og ótrúlega oft sleppa þessir idjótar lífs af og geta því haldið áfram að eyðileggja líf annara með ámóta frammistöðu seinna meir. Í fangelsi með svona lið og ævilangan skírteinismissi!
Þeir eru að gefa út skemmtileg jólakort núna fyrir góðgerðarstarfsemi í Bretlandi. Þemað er gamla lagið hvað ástin gaf (“On the twelfth day of Christmas my true love gave to me”), betur þekkt sem hvað “jólasveinninn gaf” hér á landi í flutningi Gláms og Skráms. Á kortunum má meðal annara sjá David Seaman með flautu í hönd umkringdan litlum börnum. Kærastan hans er víst ekki mikið eldri en börnin! Einnig má þarna sjá trommaralandslið Breta, sápuóperustjörnur, hoppandi lávarða og súpermódelið Caprice.
Þeir eru undarlegir hryðjuverkamennirnir sem Bandaríkjamenn handsama núna. Grey kallinn að fara eins og venjulega að ná sér í bensín og er þá bara orðinn hryðjuverkamaður!
Júgóslavar virðast vera komnir næst því allra þjóða að geta flogið, þeir virðast að minnsta kosti geta lifað af fall úr mikilli hæð, hver á eftir öðrum.
Sá áðan að Emelíana Torrini er með lag í Hringadróttinssögu 2. Glæsilegt hjá henni, einmitt búinn að vera hlusta aðeins undanfarnar vikur á diskinn hennar “Love in the Time of Science” sem er fínasti gripur. Það er töggur í henni, maður hefur vitað það frá því að maður varð var við hana í Vesturbænum (í Kópavogi… alvöru vesturbær!) fyrir mörgum mörgum árum.