Vímuefnin

Kósíkvöld í kvöld, Sigurrós byrjuð í vetrarorlofi (enda kennaranemi) og því fengum við okkur piparsteik og bökunarkartöflur og með þessu var Piat D’Or haft við hönd. Til að rúnna þessu upp var svo Le Petit Écolier sem eftirréttur.

Talandi um vín, þá er það löngu vitað að þessir miðar sem að segja frá “ávaxtakeim og eikarilmi” eru bull, það hafa rannsóknarmenn á Nýja-Sjálandi sannað (reyndar ekki stórt úrtak).

Svo maður haldi áfram með vímuefnin þá voru Norður-Kóreumenn að verðlauna lyfjablöndu úr kannabis, rabbabara og einhverju fleiru sem þykir undrameðal gegn hægðatregðu.

Besti staðurinn til að búa á Bretlandi ku vera bærinn Alnwick, þar gnæfir kastalinn, sem notaður var í Harry Potter myndunum, yfir þessum 8.000 manna bæ.

Í dag gerðist ég grimmur við bankareikninginn og fjárfesti í Logitech Mouseman Dual Optical, músarmottu og handfrjálsum búnaði fyrir gemsann (lögin taka gildi á morgun). Þetta voru 10 þúsund krónur takk fyrir, músin rúmur 6 þúsund kall enda gæðamús.

Comments are closed.