Uncategorized

Catwoman

Fórum á Catwoman. Frekar slöpp, og Halle Berry var voða lítið að gera fyrir mig þó hún væri leðurklædd með svipu.

Uncategorized

Húmor dagsins

AUSTRALIA GETS DRUNK, WAKES UP IN NORTH ATLANTIC

Uncategorized

Argasta nekt

Í tilefni af ummælum umsjónarmanns Nauthólsvíkur um að bara flott kvenfólk ætti að fara úr að ofan (hann sagði það ekki nákvæmlega en merkingin var augljós) vil ég benda á að í Argentínu er nýjasta æðið að hella rauðvíni á brjóst, það er boðið upp á þetta á snyrtistofum og þykir gera þau stinnari og flottari.

Nú fyrst við erum að velta nöktum líkömum fyrir okkur er ekki úr vegi að benda á Naked Aprons en þar má fá svuntur sem eru misnektarlegar.

Nýjustu rannsóknir benda svo til þess að klám sé hollt. Ég hef reyndar aldrei efast um það að opnari umræða um nekt og kynlíf almennt sé af hinu góða, það kemur í veg fyrir ranghugmyndir um hitt kynið eða eigið og þá er einu minna fyrir unglinga og fullorðna að hafa áhyggjur af. Ranghugmyndirnar valda nefnilega all svakalegu tjóni og ég held að bælingin leiði af sér fleiri brotamenn.

Þá er komið að ergelsi dagsins, miklar framkvæmdir hafa staðið yfir á HringMiklubrautinni undanfarið, núna er einföld akrein í báðar áttir á móts við Hljómskálagarðinn. Þar gera margir öðrum þann grikk að svína hiklaust. Í gær var ég svo endanlega orðinn pirraður þegar ökumaður bílsins XE 343 var 2 bílum fyrir aftan mig, skaut sér skyndilega á vinstri akrein, og negldi svo inn fyrir framan mig án þess að kíkja í spegilinn, það var bara svo sjálfsagt að ég negldi niður og tefði alla röðina. Hann græddi heilar 3 bíllengdir á þessum fíflaskap. Á leiðinni heim voru svo 2 aðrir sem gerðu hið sama.

Núna verður flautan brúkuð óspart á svona svín í umferðinni, þeir verða að ná þessari auka bíllengd og hætta sjálfum sér og öðrum óhikað í þeirri viðleitni. Djöfulsins barbarar erum við alltaf í umferðinni.

Jæja, best að enda þetta á góðu nótunum, Popular Science er með áhugaverða grein um tvo sci-fi rithöfunda sem eru að reyna að spá fyrir hvað gerist í nánustu framtíð, þar er lykilorðið Singularity. Kíkið á greinina og komist að meiru um það.

Uncategorized

Alex Chiu!

Jájá, bara svona dæmigerður vinnudagur, allt í þessu fínasta bara.

Sá hins vegar alveg magnaða síðu í dag sem hélt mér hugföngnum, Alex Chiu’s Eternal Life Device sem ekki eingöngu býður upp á málmhringi sem gera mann ódauðlegan (???) heldur leysir einnig vandamál heimsins með því að stofna risafyrirtæki. Voða gaman að sjá að forsetar og önnur fyrirmenni verða aðallinn sem fær skítnóg af peningum.

Varúð, síðan inniheldur hættulegt magn af rugli og hindurvitnum.

Uncategorized

Grillboð

Fyrst að frúin og fleiri eru að gera þetta verð ég nú að apa eftir, sjá South Park Jóa:

Í dag voru það 2 leikir í ensku deildinni, Arsenal eru firnasterkir. Chelsea alveg út á þekju en unnu samt og Man Utd er með versta varamannabekk sem þeir hafa haft í mörg ár.

Í kvöld komu svo Örn, Regína og Ísar Logi í grill og gúmmelaði. Lamba fille, sveppir og fylltir sveppir, epli, bananar og bökunarkartöflur. Kókosbollujafningur með ávöxtum og marengs var svo í eftirrétt.

Uncategorized

Big Fish

Þá hefst fjórða ritárið mitt í dagbókina.

Afmælisdagurinn var mjög afslappaður, horfði á enska boltann í fyrsta sinn í nokkur ár og fékk 3 leikja veislu! Að auki unnu Uglurnar leik í dag þannig að þetta var bara flott í boltanum.

Í kvöld fengum við okkur kjúklingatortillas og horfðum svo á Big Fish. Alveg einstaklega falleg kvikmynd og felldum við bæði tár í lok myndar.

Uncategorized

Nakið hold, minna nakið hold og engin nekt

Færsla dagsins er margvísleg, spurning um að láta það leiðinlegasta bíða þar til síðast.

Við byrjum á þýskum ströndum þar sem Vestur-Þjóðverjar (sem áttu að vera frjálsari) eru víst hrikalega stífir og vilja enga nekt á ströndunum. Austur-Þjóðvarjar eru ekkert ánægðir með það að þeir séu hraktir af ströndum og sagt að klæða sig í einhverja leppa. Nekt er náttúruleg!

G-strengir virðast ofsa vinsæl undirföt þessa dagana og sökum buxnatísku þá sér maður í þá á hverjum degi á almannafæri. Hjón í Ástralíu hafa því búið til baklausan g-streng þar sem aftari hlutinn fer undir rasskinnarnar. Spennandi að sjá hvort þetta nær fótfestu á markaðnum.

Ólympíuleikarnir hófust víst í dag. Á Hot Olympians er verið að velja einu sinni á dag flotta kroppa. Búið er að velja tvisvar núna, í dag er það Paul Gasol (körfuboltamaður) en í gær voru það bandarískir bræður (dýfingakappar). Kvenfólk (og hýrir karlmenn) geta væntanlega glaðst yfir þessu næstu vikurnar.

Nú þá er það nektarlausi hlutinn, kíkti á Textavarpið og las þar þetta:

Skemmtiferðaskip brýtur öryggisreglur
 Bandaríska skemmtiferðaskipið Clipper  
 Adventurer setti í morgun farþega á    
 land í eyjunni Vigur í Ísafjarðardjúpi 
 án þess að gera svokallaðan öryggis-   
 samning við hafnaryfirvöld sem hefði   
 átt að vera í Súðavíkurhreppi. Á Ísa-  
 firði eru lögskipaðir aðilar sem hefðu 
 getað gert samninginn.                 
                                        
 Með því að sniðganga nýjar reglur um   
 hafnvernd vegna hryðjuverkaárása er    
 skipið að taka áhættu og getur átt von 
 á því að vera vísað frá næstu höfn sem 
 í þessu tilfelli er Skjöldungen á Græn-
 landi. Þetta er í fyrsta sinn svo vitað
 sé að skemmtiferðaskip sniðgengur      
 alþjóðlegar öryggisreglur um hafnvernd 
 sem komið var á að tilhlutan BNA-manna 
 eftir atburðina 11. september 2001.

Jahérna hér. Skemmtiferðaskipið gæti hafa hleypt hryðjuverkamönnum í land! Sendum sérsveitina til Vigur og látum kemba hana og allar strendur í kring!

Algjör paranoja og skriffinska sem er búin að grípa yfirvöld um allan heim, ég held að hryðjuverkamennirnir hlæi sig í svefn á hverju kvöldi vitandi það að hundruð þúsunda vinna nú við það eitt að gera líf samborgarana óþjálla og öll samskipti borgara verri. Þeir hefðu ekki getað komið með þessa snilldaráætlun sjálfir.

Þetta plús hreyfing í átt að því að banna nekt með öllu sýnir að við erum að verða firrtari og firrtari. Ef nekt væri sjálfsögð held ég að minna yrði um ýmiss konar kynlífsglæpi sem koma til vegna efa og ranghugmynda margra um eigin líkama og annara. Þetta er ekkert mál, þetta er eðlilegt! En nei, það verður víst að búa til alls konar vitleysinga af því að siðapostulum finnst nekt óeðlileg, sem sýnir best óeðli þeirra sjálfa.

Uncategorized

Fólk flutt út

Held ég hafi nú náð mér í smá lit í dag. Klukkutímafundur sem við ætluðum að halda í fundarsalnum var fluttur í garðinn við Þjóðarbókhlöðuna. Eftir hann röltum við Diddi svo í bæinn þar sem við fengum okkur Hlöllabáta.

Á leiðinni hitti ég Loft sem var að vinna í því að flytja út son, tengdadóttur og sonarson og senda til útlanda.

Sólríkur og hlýr dagur, maður fær útlandatilfinninguna svokölluðu á hverjum degi núna.

Tengill dagsins (fyrir utan á Loft!) vísar á kynlífssenur AT-ST, en svo nefnast risastór vélfarartæki í Star Wars heiminum. Það er margt hægt að gera sér til dundurs, þar með talið að setja upp svona vefi!

Uncategorized

Grillað og grillað, lesið og horft

Í gærkveldi duttum við inn í grill hjá mömmu og Tedda. Við þáðum þar fínasta kjöt.

Í gærkveldi kláraði ég svo að lesa The Last Hero, myndskreytt stuttsaga frá snillingnum Terry Pratchett. Verulega eiguleg bók, tókum hana að láni frá bókasafninu. Það er nú all miklu flottara en í gamla daga þegar ég tók vikulega gríðarstóran bókaskammt á gamla staðnum.

Í dag var hitametið í Reykjavík slegið, ég tók ekki mikið eftir því þar sem ég sat í loftkældri og gluggalausri skrifstofunni. Kíkti reyndar út um hádegið og það var eins og gufubað í andyri bókhlöðunnar, enda bara glerferlíki. Feginn að vera ekki að vinna í glerhöllunum í Borgartúni.

Ragna var hjá okkur í kvöldmat, grillað að sjálfsögðu. Borðað úti á svölum (í skugga) í fyrsta sinn.

Í kvöld horfðum við svo á Les Rivières pourpres (Crimson Rivers). Spes mynd, þokkalegasta áhorf bara.

Jæja, 321 Studios farin á hausinn eftir langa og harða baráttu.

St. Charles-based 321 Studios made software that allowed consumers to make backup copies of DVDs and video games. (src)

Það er sumsé bannað nú í Ameríku að gera afrit af sínum eigin diskum. Taka þessa lögfræðinga og framkvæmdastjóra og gelda þá, þessi læsing á efni er komin í algjöra vitleysu. Maður átti nú hægara um vik með myndbandsspólur en með meiri tækni þá er hægt að læsa meira og meira. Sveiattan.

Uncategorized

Brjálaðar beljur

Mikið rétt, ég vísa á teiknimynd um skotóðu beljurnar!

Það er alltaf jafn uggvænlegt þegar fréttastofur vilja fela sannleikann, sjá grein frá Lawrence Lessig sem nefnist Copyrighting the President.

Tíðindi úr boltanum í dag, hetjan Paolo di Canio genginn til liðs við mína menn í Lazio. Þar eru víst aðallega unglingar eftir og þjálfarinn víst ekki mikið eldri. Hátt hefur fallið verið.

Uglurnar unnu svo leik og eru ekki neðstar!