Nakið hold, minna nakið hold og engin nekt

Færsla dagsins er margvísleg, spurning um að láta það leiðinlegasta bíða þar til síðast.

Við byrjum á þýskum ströndum þar sem Vestur-Þjóðverjar (sem áttu að vera frjálsari) eru víst hrikalega stífir og vilja enga nekt á ströndunum. Austur-Þjóðvarjar eru ekkert ánægðir með það að þeir séu hraktir af ströndum og sagt að klæða sig í einhverja leppa. Nekt er náttúruleg!

G-strengir virðast ofsa vinsæl undirföt þessa dagana og sökum buxnatísku þá sér maður í þá á hverjum degi á almannafæri. Hjón í Ástralíu hafa því búið til baklausan g-streng þar sem aftari hlutinn fer undir rasskinnarnar. Spennandi að sjá hvort þetta nær fótfestu á markaðnum.

Ólympíuleikarnir hófust víst í dag. Á Hot Olympians er verið að velja einu sinni á dag flotta kroppa. Búið er að velja tvisvar núna, í dag er það Paul Gasol (körfuboltamaður) en í gær voru það bandarískir bræður (dýfingakappar). Kvenfólk (og hýrir karlmenn) geta væntanlega glaðst yfir þessu næstu vikurnar.

Nú þá er það nektarlausi hlutinn, kíkti á Textavarpið og las þar þetta:

Skemmtiferðaskip brýtur öryggisreglur
 Bandaríska skemmtiferðaskipið Clipper  
 Adventurer setti í morgun farþega á    
 land í eyjunni Vigur í Ísafjarðardjúpi 
 án þess að gera svokallaðan öryggis-   
 samning við hafnaryfirvöld sem hefði   
 átt að vera í Súðavíkurhreppi. Á Ísa-  
 firði eru lögskipaðir aðilar sem hefðu 
 getað gert samninginn.                 
                                        
 Með því að sniðganga nýjar reglur um   
 hafnvernd vegna hryðjuverkaárása er    
 skipið að taka áhættu og getur átt von 
 á því að vera vísað frá næstu höfn sem 
 í þessu tilfelli er Skjöldungen á Græn-
 landi. Þetta er í fyrsta sinn svo vitað
 sé að skemmtiferðaskip sniðgengur      
 alþjóðlegar öryggisreglur um hafnvernd 
 sem komið var á að tilhlutan BNA-manna 
 eftir atburðina 11. september 2001.

Jahérna hér. Skemmtiferðaskipið gæti hafa hleypt hryðjuverkamönnum í land! Sendum sérsveitina til Vigur og látum kemba hana og allar strendur í kring!

Algjör paranoja og skriffinska sem er búin að grípa yfirvöld um allan heim, ég held að hryðjuverkamennirnir hlæi sig í svefn á hverju kvöldi vitandi það að hundruð þúsunda vinna nú við það eitt að gera líf samborgarana óþjálla og öll samskipti borgara verri. Þeir hefðu ekki getað komið með þessa snilldaráætlun sjálfir.

Þetta plús hreyfing í átt að því að banna nekt með öllu sýnir að við erum að verða firrtari og firrtari. Ef nekt væri sjálfsögð held ég að minna yrði um ýmiss konar kynlífsglæpi sem koma til vegna efa og ranghugmynda margra um eigin líkama og annara. Þetta er ekkert mál, þetta er eðlilegt! En nei, það verður víst að búa til alls konar vitleysinga af því að siðapostulum finnst nekt óeðlileg, sem sýnir best óeðli þeirra sjálfa.

Comments are closed.