Grillað og grillað, lesið og horft

Í gærkveldi duttum við inn í grill hjá mömmu og Tedda. Við þáðum þar fínasta kjöt.

Í gærkveldi kláraði ég svo að lesa The Last Hero, myndskreytt stuttsaga frá snillingnum Terry Pratchett. Verulega eiguleg bók, tókum hana að láni frá bókasafninu. Það er nú all miklu flottara en í gamla daga þegar ég tók vikulega gríðarstóran bókaskammt á gamla staðnum.

Í dag var hitametið í Reykjavík slegið, ég tók ekki mikið eftir því þar sem ég sat í loftkældri og gluggalausri skrifstofunni. Kíkti reyndar út um hádegið og það var eins og gufubað í andyri bókhlöðunnar, enda bara glerferlíki. Feginn að vera ekki að vinna í glerhöllunum í Borgartúni.

Ragna var hjá okkur í kvöldmat, grillað að sjálfsögðu. Borðað úti á svölum (í skugga) í fyrsta sinn.

Í kvöld horfðum við svo á Les Rivières pourpres (Crimson Rivers). Spes mynd, þokkalegasta áhorf bara.

Jæja, 321 Studios farin á hausinn eftir langa og harða baráttu.

St. Charles-based 321 Studios made software that allowed consumers to make backup copies of DVDs and video games. (src)

Það er sumsé bannað nú í Ameríku að gera afrit af sínum eigin diskum. Taka þessa lögfræðinga og framkvæmdastjóra og gelda þá, þessi læsing á efni er komin í algjöra vitleysu. Maður átti nú hægara um vik með myndbandsspólur en með meiri tækni þá er hægt að læsa meira og meira. Sveiattan.

Comments are closed.