Uncategorized

Leikskáldið eða leikarinn?

All programmers are playwrights and all computers are lousy actors.

(src)

Tvíeggja.

Uncategorized

Guca

Já… það væri ekki vitlaust að skella sér einhvern ágústmánuðinn til Guca á þjóðlagahátíðina þar (nokkur tóndæmi)!

Það virðist vera mikið fjör og maður hefur verið svolítið veikur fyrir svona tónlist eftir að hafa heyrt tónlist í myndum Emir Kusturica (t.d. Svartur köttur, hvítur köttur og Underground).

Uncategorized

Steggsmyndir

Myndirnar frá steggjuninni minni eru komnar í hús og á vefinn. Því miður var engin neðansjávarmyndavél í för þannig að ekkert sést af fjörinu sem var í köfuninni eða í sundlauginni.

BBC birti í dag nöfn og smápistla um fórnarlömbin 52 frá sprengingunum í London. Þarna má meðal annars lesa um verðandi brúði sem lést skömmu fyrir brúðkaupið og var því jörðuð í brúðarkjólnum. Þarna er líka að finna eitt par sem verða jörðuð saman á morgun.

Þetta sýnir glögglega mannlega harmleikinn sem er þarna á bak við, núna vantar okkur álíka fyrir voðaatburði um allan heim til að eitthvað fari að hreyfast í kollinum á ráðamönnum og almenningi. Þetta stríðsbrölt og þessi paranoja skilar okkur engu nema meiri þjáningum.

Sem er algjör fávitaskapur nú þegar við höfum aldrei verið jafn langt á veg komin með að geta minnkað eymd heimsins. Það sem stendur í veginum er heimska heimsins 🙁

Uncategorized

Ég virðist

… vera allt of duglegur að dæla tenglum inn í færslur mínar.

Þessi færsla er því ótengd.

Uncategorized

Bók(a)færsla

Ég hef verið iðnari við bókalestur síðustu vikur en síðustu mánuði þar á undan. Skuggalegt hvað bókalesturinn hefur setið á hakanum eftir að maður fór að vinna.

Tók 6 kiljur með mér í brúðkaupsferðina til Frakklands, enda var nokkuð mikið um ferðalög þar og biðir, bæði á flugvöllum og lestarstöðvum. Ég byrjaði á smásagnasafninu My Favorite Fantasy Story. Fínasta lesning.
Því næst var komið að bókum úr SF Masterworks seríunni, báðar eftir Ursulu Le Guin, annars vegar var það The Dispossessed, sem var þokkaleg, og svo The Lathe of Heaven sem var mun áhugaverðari.

Í Frakklandi vorum við voðalega dugleg og því lítill tími til lestrar nema á ferðalögum, síðasta daginn byrjaði ég þó á bók Larry Niven, Ringworld. Þegar heim var komið voru það svo Ringworld Engineers og Ringworld Throne. Örlítið lengi í gang en fínasta lesning. Sé að það er komið framhald, Ringworld’s Children sem er víst bara til í Borgarbókasafninu. Verð að tékka á því, allt hitt lesefnið fékk ég á Bókasafni Kópavogs, sem við höfum verið að gefa bækur síðustu mánuði og eigum eftir að gera meira af held ég bara, þeir eru með meira hillupláss en Betraból hefur yfir að ráða.

Nú svo las ég núna á laugardaginn, milli þess sem ég bar mig báglega, Harry Potter og múlattaprinsinn. Sem fyrr, fínasta dægradvöl.

En þá er ekki allt upptalið! O nei nei, ég er nefnilega sokkinn í Project Gutenberg og Distributed Proofreaders og las yfir Biltmore Oswald: The Diary of a Hapless Recruit og svo í dag History of King Alfred of England og gerði athugasemdir ef þurfti (stafsetningarvillur, ásláttarvillur eða annað). Tengi svo á bækurnar þegar þær birtast opinberlega á Project Gutenberg.

Að auki kláraði ég að útbúa ljóðabók á frönsku (þýdd úr rúmensku) og fékk aðra til að lesa hana yfir. Hún mun að sjálfsögðu líka fá tengil þegar að hún birtist opinberlega.

Næst á dagskrá er að klára tvær aðrar ljóðabækur samhliða því sem ég hoppa aftur yfir í forritun fyrir heimilisfólk og fótboltann.

Ekki skil ég fólk sem lætur sér leiðast og finnur aldrei neitt til að dunda sér við.

Uncategorized

Barneignir, paranoja, banani og nektarsýning

Svona fyrst að við erum orðin gift og svona þá gæti verið að barn poppi í heiminn á næstu árum. Við ætlum þó að taka ráðum þessa manns og ekki eignast 77 börn eins og hann.

Vesturlöndin eru að missa sig í paranoju, sem kemur verr út á endanum fyrir alla en sjálfir atburðirnir sem kveiktu hana, því er gleðilegt að sjá að fáránleg lagasetning í Bretlandi, sem átti að “hlífa” þingmönnum því að sjá mann mótmæla atkvæðagreiðslu þeirra í Íraksstríðinu, hefur ekki náð að hrekja mótmælandann í burtu. Það þarf alvarlega að skoða það hvers vegna verið er að leggja meiri og meiri áherslu á það að opinberir starfsmenn og ráðamenn sjái ekki “ljótt” og heyri ekki “ljótt”. Ljótt í þessum skilningi allt það sem er andstætt þeirra skoðunum.

Banana-aðdáendur takið eftir, bananinn er í útrýmingarhættu. Þeir sem lesa þessa grein sjá þó væntanlega að þarna er verið að tala um Cavendish-afbrigðið eingöngu, sem er núverandi bananinn okkar. Til eru þúsundir afbrigða en hin þykja víst fæst nógu smeðjuleg til að fylla skarðið. Stórmerkileg grein.

Verst hvað það er oftast svalt hérna á Fróni, svona listasýningar krefjast meiri hita svo að fólk ofkælist ekki þegar það er “saklaust af fatnaði” (vond þýðing á glimrandi setningu sem ég las í gær annar staðar…).

Uncategorized

Da Vinci, lax, einhyrningur og fornrapp

Þar sem ég velti mér um í sjúkrabeði mínu, með hita og fleiri krankleika, þá endist ég oft í fátt annað en að glápa á sjónvarp. Tölvur og bækur eru mun erfiðari viðfangs í veikindum.

Síðasta sunnudag sá ég þátt sem verður endursýndur næstkomandi sunnudag, Unlocking Da Vinci’s code. Þetta er eitthvað versta rusl sem ég hef séð á þessari ágætu stöð. Spyrillinn/þulurinn Elizabeth Vargas er hrikaleg og atriðin þar sem hún endurtekur í hneykslunartón orð viðmælandans og rúllar augunum ættu að vera kennsluefni í “Hvernig á ekki að gera heimildaþætti”.

Í veikindum mínum hafa landsmenn notið sólarblíðu, þeim er bent á að til að brenna ekki er ráðlegt að borða lax og aðra fæðu sem inniheldur Omega-3 fitusýruna. Hún ku víst vera mjög öflug sólarvörn.

Við höfum nú opnað á myndahluta Brúðkaupsins. Þeir sem eru enn í makaleit ættu að hafa þessar vísindalegu niðurstöður í huga… gefið konum gjafir sem endast ekki. Þetta á víst að minnka hættuna á að giftast konu sem er bara gullgrafari.

Eitt af því sem að ég er mjög viðriðinn í vinnunni er að geyma safnmuni á stafrænu formi. Þegar maður les um Capturing the unicorn fyllist maður lotningu… ekki erum við með svona fín tæki hjá okkur.

Að lokum, hálf vinnutengt líka, Chaucer’s tales become rap songs. Spurning um að prufa þetta með fornsögurnar? DJ Ari með Sturlungarapp?

Uncategorized

Kettir og umferð

Þá er búið að finna hvers vegna kettir eru svona matvandir… þeir finna ekki sætt bragð og eru því frekar önugir! Mig grunar að kattaelskandi súkkulaðiháðar kattakonur gráti katta sinna vegna núna.

Ætlaði að fara upp Laugaveginn framhjá Hlemmi í dag en þá er bara búið að útlandavæða Hlemm og breyta leiðinni í risa-stoppistöð. Mér sýnist nýja leiðarkerfið ekki gagnast mér til að komast til vinnu innan klukkustundar hvora leið og held því áfram að vera á bílnum.

Uncategorized

Ég um mig

Jákvæðar fréttir úr fótboltanum, Homeless world cup kicks off og Old’un Athletic. Of mikil neikvæðni í gangi þessa dagana í kringum íþróttina.

Þar sem maður er að stilla sig inn á að fara að vinna aftur eftir brúðkaup og hveitibrauðsdaga þá dundaði ég mér aðeins á netinu á meðan að ég hlóð inn myndum frá ferðinni. Samkvæmt þessu persónuleikaprófi þá er ég INTJ týpa sem að er víst dæmigerður vísindamaður, rökréttur snillingur og fleira. Týndi saman nokkur uppáhaldsbrotin mín, sem mér finnst eiga ágætlega við mig og útskýra kannski fyrir öðrum af hverju ég er stundum eins og ég er 🙂

the INTJ is driven to translate their ideas into a plan or system that is usually readily explainable, rather than to do a direct translation of their thoughts. They usually don’t see the value of a direct translation, and will also have difficulty expressing their ideas, which are non-linear.

Other people may have a difficult time understanding an INTJ. They may see them as aloof and reserved. Indeed, the INTJ is not overly demonstrative of their affections, and is likely to not give as much praise or positive support as others may need or desire. That doesn’t mean that he or she doesn’t truly have affection or regard for others, they simply do not typically feel the need to express it. Others may falsely perceive the INTJ as being rigid and set in their ways. Nothing could be further from the truth, because the INTJ is committed to always finding the objective best strategy to implement their ideas. The INTJ is usually quite open to hearing an alternative way of doing something.

Masterminds are the most open-minded of all the types. No idea is too far-fetched to be entertained-if it is useful. Masterminds are natural brainstormers, always open to new concepts and, in fact, aggressively seeking them.

To outsiders, INTJs may appear to project an aura of “definiteness”, of self-confidence. This self-confidence, sometimes mistaken for simple arrogance by the less decisive, is actually of a very specific rather than a general nature; its source lies in the specialized knowledge systems that most INTJs start building at an early age. When it comes to their own areas of expertise — and INTJs can have several — they will be able to tell you almost immediately whether or not they can help you, and if so, how. INTJs know what they know, and perhaps still more importantly, they know what they don’t know.

Furðu margt þarna sem passar við mann… auðvitað ekki algildur sannleikur en þetta virðist gefa ágætlega grófa mynd af mér eins og ég held að ég sé… það er svo annara að dæma… en það er ekki eins og mér sé oftast ekki slétt sama um hvað aðrir dæma mig! 😉

Að lokum, einn illkvitnislegur tengill á snúinn leik!

Uncategorized

Lögregluríkin

Jæja. Kominn heim frá Frakklandi. Í París er enginn skortur á hermönnum og vopnuðum lögreglumönnum sem rölta um með vélbyssur og rifla. Þeir eru gífurlega paranojaðir þessa dagana og ég vorkenni Parísarbúum þegar að þeir lentu í því ítrekað að þeim var meinaður aðgangur að sínum eigin götum.

Það jafnast þó ekki á við það að skjóta mann fimm sinnum í hausinn.

Afsökunin sem að maðurinn sem skipaði “shoot to kill” ætti að vera í gangi, Lord Stevens er svohljóðandi:

But we are living in unique times of unique evil, at war with an enemy of unspeakable brutality, and I have no doubt that now, more than ever, the principle is right despite the chance, tragically, of error.

Þetta er einhver hrikalegasta setning sem ég hef heyrt! Þarf aðeins að grafa í George Orwell og Aldous Huxley bókunum mínum til að sjá hvort að þetta er ekki orðrétt úr þeim… mig minnir það sterklega.

ÞETTA ER EKKI SVARIÐ! Vilt þú verða næsta saklausa fórnarlambið? Skotinn af lögreglu/her af því að þú virtist grunsamlegur? Ef að þeir höfðu rangt fyrir sér þá er það bara “sorrý, en við drápum þig til að bjarga öllum hinum… sem voru ekki í hættu”.