Kettir og umferð

Þá er búið að finna hvers vegna kettir eru svona matvandir… þeir finna ekki sætt bragð og eru því frekar önugir! Mig grunar að kattaelskandi súkkulaðiháðar kattakonur gráti katta sinna vegna núna.

Ætlaði að fara upp Laugaveginn framhjá Hlemmi í dag en þá er bara búið að útlandavæða Hlemm og breyta leiðinni í risa-stoppistöð. Mér sýnist nýja leiðarkerfið ekki gagnast mér til að komast til vinnu innan klukkustundar hvora leið og held því áfram að vera á bílnum.

Comments are closed.