Mörkun (branding)

Æ æ æ, sko það er eitt að fyrirtæki skapi sér ímynd með auglýsingum og aðgerðum. Svo er það allt annað að kolfalla fyrir einhverjum guttum sem þurfa bara að segja lykilorðið “branding” eða “mörkun” og þá slefa allir stjórnendur. Ég hélt að ofurtrúin á branding hefði dottið niður en svo virðist ekki vera, eins og Síminn (ekki lengur Landsíminn?) segir:

Síminn skoðar ekki viðskiptavini sína út frá hefðbundinni markhópaskiptingu í fyrirtæki og einstaklinga enda eru þeir ekki einsleitir. Síminn skiptir fólki eftir því hvernig hughrifum það verður fyrir og hvað drífur það áfram, eftir lífsstíl og gildismati. Vöru- og þjónustuþróun miðast við þarfir þessara hópa. Síminn er líklega fyrsta fjarskiptafyrirtækið í heiminum sem notar þessa flokkun. (src)

Ég stórefast um að Síminn sé fyrsta fjarskiptafyrirtækið sem notar einhverjar svona tískudillur til að flokka viðskiptavini sína. Þetta hefur líklega hljómað svaka flott samt á fundi með ráðgjöfum…

Comments are closed.