Nazgúlar Íslands

Þar sem Hringadróttinssaga er flestum í fersku minni þá er ekki úr vegi að líkja ráðamönnum vorum við Nazgúlana, kuflaklæddu dæmdu sálirnar sem flugu reðureðlum og sugu lífið úr öðrum.

Til að eiga fyrir sendiráði í Japan þá er geðdeildum lokað, til að geta lækkað skatta sterkefnaðra er skorið á læknisþjónustu.

Í stað þess að taka til í heilbrigðiskerfinu og gera það skilvirkara og eyða biðlistum sem kosta ofboðslega miklu meiri pening en þeir spara, þá leyfa þeir lélegum vinnubrögðum stjórnenda að grassera og skera svo á peninga sem veitt er þangað.

Einkaframtakið er ekki með betra starfsfólk en ríkisstofnanir, það eru bara færri stöður lausar í fyrirtækjum fyrir handónýta flokksgæðinga, kannski eins og 2-3 per stórfyrirtæki. Á meðan geta handónýtir flokksgæðingar verið 20-30 í stórum ríkisstofnunum, þeir eru auðvitað ónæmir fyrir niðurskurði.

Ríkisstofnanir eru ekki vandamálið, pólitíkusar eru það.

Comments are closed.