Ristin

Skrapp í boltann í kvöld og fór út af eftir 20 mínútur eða svo, haltrandi mjög. Þetta er vinstri ristin sem er að plaga mig eins og hún hefur gert af og til í sumar. Málið með hana er nefnilega það að í móðurkviði var ég orðinn svo stór að vinstri löppin sat bara pikkföst og fór því að vaxa skakkt, þannig að ég fæddist með klumbufót.

Fyrstu árin fóru í aðgerðir og svoleiðis, ég hoppaði um með gifs á vinstri löpp í lengri tíma, en þetta gekk vel og fyrir utan að vinstri löppin er 1 cm styttri hefur þetta verið bara í fínu lagi.

Núna er mig farið að verkja í samskeytin þar sem ég var púslaður saman (það sem var gert var eiginlega að fremsti hluti fótarins var klipptur af, aukadót hreinsað burt og svo festur aftur á).

Panta á morgun tíma hjá bæklunarlækninum mínum, vil láta tékka á því hvort ég eigi bara að leggja skóna á hilluna eða gera eitthvað annað.

Comments are closed.