Út með WinAmp

WinAmp er fínasta forrit, sá mp3-spilari sem ég hef notað lengst af. Í dag hins vegar varð ég mjög pirraður á því hvað hann er frekur á örgjörvann þegar að verið er að skipta á milli laga. Þá frýs öll önnur vinnsla og önnur forrit sem ég er að vinna með eru gjörsamlega óstarfhæf í 2-3 sekúndur, þetta er mjög bagalegt til dæmis þegar að ég er að skrifa mikinn texta og missi fleiri fleiri slög úr.

Því kíkti ég á netið og prufaði í annað sinn forritið Sonique, sem ég hafði gefið tækifæri fyrir löngu síðan og litist ágætlega á en WinAmp hafði þó yfirhöndina þá.

Núna setti ég inn þessa nýju útgáfu, og stóðst hún helstu kröfurnar sem ég geri til svona forrita, og að auki fraus vélin ekki þó að skipt væri á milli laga. Miklar líkur til þess að þetta verði MP3-forritið mitt í bráð.

Tók eitthvað “Geek-test” í dag, reyndist vera 52% geek, tek svona próf mér til gamans þó að mér finnist allir svona stimplar vera broslegir.

Talandi um broslegt, lesið neðsta lesendabréfið á þessari síðu, þvílík fóbía, meira grátlegt kannski en broslegt.

Áhugavert lesefni:

Comments are closed.