Koðnun

Já, eftir gleði gærdagsins sem má lesa nánar um hjá Sigurrós þá vorum við eitthvað róleg í dag.

Comic-Con ráðstefnunni lýkur í dag, þar má meðal annara sjá Neil Gaiman og Wil Wheaton, ágætis grein um staðalmyndir litaðra, samkynheigðra og kvenna í teiknimyndasögum má lesa hér.

Áhugaverð þessi frétt um að stjórnarherrarnir í Ameríku einbeita sér að því að kæfa niður fréttir eða gera ótrúverðugar í stað þess að redda vandamálunum sem þeir komu sér rækilega í. Heill herskari af CIA, NSA og fyrrum yfirmönnum í hernum sem nú eru komnir á eftirlaun er búinn að gagnrýna hvernig ráðamenn fóru í stríð án þess að hafa Plan B, vildu bara heyra og sjá þau gögn sem studdu þeirra skoðanir og stofnuðu meira að segja sér skrifstofu sem sá um að flytja bara þau boð sem menn vildu heyra.

Með allra stærstu klúðrum í sögu hernaðar og stjórnmála segja menn, nýíhaldsmennirnir að skíta verulega illa á sig og á saklausa borgara ýmissa landa.

Talandi um nýíhaldsmenn… þeir eru æfir yfir því að CBS stöðin segi að hommar sem taka þátt í Amazing Race 4 segist vera giftir, enda sé ekki hægt að vera giftur ef maður er hommi í Ameríku.

Nýíhaldsmenn á Íslandi kalla sig frjálshyggjumenn… smá Orwellíska.

Comments are closed.