Smá lesning

Renndi í dag yfir tvö af betri vefritunum sem ég hef lesið. Smelli hér inn nokkrum áhugaverðum greinum sem ég fann.

Áhugafólk um margspilunarleiki á netinu gæti haft áhuga á að lesa grein sem nefnist Who killed Miss Norway?

Í Bandaríkjunum fjölgar trúfélögum og þar er farið að verða vart við talsverð vandræði á vinnustöðum sökum þröngsýni bæði vinnuveitenda og samstarfsmanna en einnig krafna starfsmanna.

Óöldin í Írak og áhrif hennar á sagnfræðileg verðmæti eru eðlilega mál málanna þessa dagana. Reynt að varpa ljósi á sögulegt gildi þessara muna í þessari grein sem og þessari. Hjálparsamtök fá ekki að fljúga með hjálpargögn til Norður-Íraks, Bandaríkjamenn segjast ekki vera búnir að tryggja allt en aðrir aðilar segja að allt sé til reiðu.

Al Bawaba veltir því fyrir sér hvernig Íraksinnrásin muni koma fram í sögubókum framtíðarinnar.

Út er komin í Bandaríkjunum bók um lík sem greinir frá því hvað verður um þau, sum lenda í lýtaaðgerðarannsóknum, önnur í bílslysarannsóknum og einstaka lenda jafnvel í safnhaug sem er eingöngu samansettur úr líkum manna og þar fá ýmis kvikindi að leggja sitt af mörkum.

Bílaáhugamenn sem eiga formúgur og meira til geta fengið sér eðaldrossíur sem flestar eru skotheldar að auki.

Bjöllukúrfan sem flestir hafa lært í menntaskóla er víst að verða úrelt í nútímaþjóðfélagi, ýmist kaupir fólk ódýrustu vörurnar eða þær dýrustu, lítið þarna á milli. Þetta á víst við um fjölmargt og má lesa um í þessari grein.

Að lokum ein klaufafrétt, snillingur hjá CNN setti óvart minningargreinar um Jóhannes Pál páfa, Ronald Reagan, Dick Cheney og fleiri í loftið. Þeir eru allir lifandi ennþá þó.

Comments are closed.