Örsnöggt

Jújú.. próf á morgun.

Hermenn í Írak bera á sér nokkurs konar Babelfish/Star Trek þýðanda sem þeir mæla í á ensku og á að lesa upp arabísku þýðinguna.

Suðurríkjamenn eru frekar óhressir með styttu af Abraham Lincoln sem er verið að reisa.

Skoski dómarinn með ameríska nafnið, hann Hugh Dallas, var að láta af störfum sem alþjóðadómari sökum aldurs, heil 45 árin sem karlinn telur. Hann skrifar nú pistla í The Scotsman um dómarastarfið og sína reynslu af því. Skemmtileg er sagan um síðasta Evrópuleikinn sem hann dæmdi.

Comments are closed.