McLaren!

Þetta var skrautleg keppni, fyrstu 6-7 hringirnir keyrðir í öðrum gír á eftir öryggisbíl, menn flutu út af brautinni hægri vinstri og svaðalegur árekstur í lokin stoppaði allt á 55. hring af 71. Öryggisbíllinn hefur sjaldan komið jafnt oft út áður held ég.

Mínir menn hjá McLaren með mun betra tímabil í ár en í fyrra, Räikkonen var dæmdur sigur en grey Coulthard tapaði á því að hafa farið inn í viðgerðarhlé skömmu áður. Maður verður aðeins að benda á Ferrari og hía, þeir voru alvaldir í fyrra en í ár eru þeir seinir í gang. Þetta getur allt breyst snögglega en á meðan að McLaren eru að gera frábæra hluti er heimilisfólk Betrabóls ánægt.

Í dag fórum við í fermingarveislu Bjarka. Þar með er búið að ferma alla úr kynslóð Sigurrósar, næst eru það “krakkar” af hennar kynslóð sem fara að ferma sín börn, nokkur ár í það enn.

Comments are closed.