Vissulega

Vissulega er það misfátæklegt sem ég rita hér. Það lítur út fyrir að ég muni skera mig úr hópi margra annara og minnka efnið sem hér birtist á meðan að á prófum stendur. Almenna reglan virðist víst vera sú að færslutíðni aukist, mér tekst oftast að vera á skjön við almennu regluna.

Það var ströng törn tekin í kvöld í lærdómshópi. Þær eru nokkrar tarnirnar eftir.

Unnur skrifaði fína færslu í dag, ég skil reyndar ekki titilinn alveg.

Vissulega gáfu Earthling út snilldardisk sem var og er í miklu uppáhaldi hjá mér. Lagið Nefisa náði reyndar nokkurri útvarpsspilun á sínum tíma á X-inu (þegar það var besta útvarpsstöð sem uppi hefur verið á Íslandi). Hljómsveitin gaf aðeins út þetta eina meistaraverk áður en liðsmenn héldu á aðrar brautir.

Bush var að fara fram á aukafjárveitingu vegna stríðsins. Hann gerir það auðvitað EFTIR að hann fer í stríðið… þá er jú mun erfiðara að segja nei. Þessi skopmynd lýsir líklega líðan þeirra skattborgara sem nú eru beðnir um 6.000 milljarða króna. Þessi skopmynd er líka nokkuð góð.

P.S. Unnur kom með þýðinguna, Íslands hagsældar kex = Íslands farsældar Frón. Ég held að vinstra heilahvelið einoki mig þessa dagana, formúlur og útreikningar hafa slökkt að mestu á hægra heilahvelinu.

Comments are closed.