Greiningarskýrsla og Júgóslavía

Skiluðum greiningarskýrslunni okkar inn í dag. Verkefnið ber nú heitið DMC (Dynamic Module Controller) sem er mjög vítt hugtak enda á þetta að vera mjög fjölhæf græja. Skýrslan lítur vel út að okkar mati og mjög þétt. Mjög sátt með þetta.

Júgóslavía er ekki lengur til. Serbía og Svartfjallaland eru þess í stað nú í lauslegu samstarfi. Blashko Gabric er ekki par ánægður með að Júgóslavía hans Títós sé horfin og hefur því nefnt þrjá hektara af landi sínu Júgóslavíu og hefur veitt fólki ríkisborgararétt þar og skipað sjálfan sig forseta.

Þessi skopmyndasaga gæti vel verið framtíðarsýn á jarðarför mína :p

Comments are closed.