Þá eru það rammarnir

Líf mitt snýst þessa dagana um það að vinna og læra. Það verður tími til að slappa af í sumar, enginn sumarskóli þetta árið.

Fagið í dag eru tölvusamskipti, rammar og ljóshraði koma þar við sögu. Ljóshraðinn er reyndar mismunandi, hraðastur í tómarúmi en hægastur í ljósleiðara (merkilegt nokk).

Rakst á eina þokkalega grein í dag, barnaklám er vissulega grafalvarlegt en menn ættu að slaka aðeins á nornaveiðunum. Mæður geta ekki lengur ljósmyndað börnin sín í bölum nema vera kallaðar á lögreglustöðina til að svara fyrir þær sakir.

Comments are closed.