Nú var það strjált

Dagurinn farið að mestu í fag sem ber nafnið strjál stærðfræði, það er víst þýðing á discrete mathematics. Bein þýðing væri reyndar laumuleg stærðfræði og á það betur við. Ljóta torfið sem er að finna í bókinni þar sem menn slá um sig með stórum orðum í löngum bunum en afar fáum sýnidæmum. Maður á víst að geta lesið það út úr þulunum hvernig maður reiknar svo út úr dæmunum.

Þessi bók er þó sögð vera sú besta sem er til á markaðnum upp á læsileika. Örgreinarnar um mikilmenni í stærðfræðinni eru forvitnilegar reyndar, skemmtilegra að lesa um Fermat sjálfan en litlu kenninguna hans svo ég taki nú einn þessara manna sem dæmi (hingað til hefur aðeins ein kona verið nefnd, Ada Lovelace sem hefur fengið forritunarmál nefnt eftir sér).

Comments are closed.