Nú eru sagðar fréttir (ekki koma blöðin út!)

Góðar pælingar um heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum.

Deiglan útnefnir Árna Sigfússon sem pólitíkus ársins, Árni er örugglega mjög vænn og góður maður en virðist hafa eitthvað ákveðið “touch-of-death” sem að fer illa með fjármál þeirra stofnana, fyrirtækja og sveitarfélaga sem hann kemur nálægt.

Hef verið að heyra að myndin frábæra Cinema Paradiso sé aftur á leiðinni til landsins, 15 árum eftir frumsýninguna. Þetta ku vera lengri útgáfa, munar einum 40 mínútum. Vakti athygli mína að myndin er stranglega bönnuð börnum í Ameríkunni þar sem að það er smá erótík í henni. Það er eins og alltaf… brjóst bönnuð, morð velkomin. Ameríka er með hæstu tíðni barneigna meðal unglinga af vestrænu ríkjunum, það er vegna þess að það er bannað að ræða um kynferðismál, þeir óttast að börnin verði þá duglegri ef þau vita meira!

Maður frá Montana hefur kært aðstandendur Jackass sjónvarpsþáttana fyrir að eyðileggja nafnið fyrir sér. Bob Craft missti bróður sinn og annan vin í bílslysi 1997 þar sem þeir óku fullir, hann breytti nafni sínu í Jack Ass (asni) til að vekja athygli á því hversu heimskulegt það er að keyra fullur. Hann heldur líka úti vef þar sem hann reynir að koma þeim skilaboðum á framfæri, svona baráttumenn fyrir góðum málstað vantar oft.

Konum sem vilja styrkja brjóstin á sér ættu að fara að panta miða til Tælands, þar sem tælenska heilbrigðisráðuneytið ætlar að vera með sérstaka leiðbenendur til að kenna brjóstastyrkjandi dansa svo að skorurnar líti betur út.

Það er áhugaverðara kynlífið sums staðar en annar staðar. Kolkrabbi af ákveðinni baneitraðri tegund (blue-ringed) við strendur Ástralíu hefur ekki hugmynd um hvort að hinn kolkrabbinn sé karl eða kvenkyns fyrr en hann hefur stungið einum armi sínum á þar til gerðan stað til maka, ef að tvö karldýr lenda saman skilja þau í mesta bróðerni eftir tilraunina en ef karldýr hittir á kvendýr heldur það sig við það í rúman klukkutíma til að tryggja að getnaður hafi tekist. Ég sé fyrir mér drukkin ungmenni á íslenskum skemmtistað þreifandi í klofinu á hvor öðru, ef að tveir gagnkynhneigðir karlar myndu þreifa á hvor öðrum myndi það væntanlega enda með miklum ósköpum, svo rík er macho-hefðin ennþá.

Íslendingar eru ekki einir um það að leyfa öllum að kaupa sér flugelda, það er gert á fleiri stöðum eins og í Venesúela. Þar hétu stærstu flugeldarnir “tengdamömmumorðingi” og “húsaspillir” en hafa nú fengið nafnið Bin Laden. Eitthvað eru nú Ingólfur Arnarson og félagar hófsamari nöfn hérna hjá okkur.

Comments are closed.