Rólegur jóladagur

Sváfum fram að hádegi og vorum bara mjög róleg í tíðinni. Fórum svo í Urðartjörn til Guðbjargar og krílanna hennar þar sem við fengum veitingar, skoðuðum tölvulærdómsleiki fyrir börn og kvenfólkið spilaði svo Rummikubb.

Eftir kvöldfréttir héldum við (ég, Sigurrós og Ragna) til Stokkseyrar þar sem við skoðuðum nokkur hús þar sem eigendurnir höfðu farið frekar yfirum í jólaskreytingum.

Comments are closed.