Verslunarferð

Vöknuðum nokkrum sinnum í morgun þegar að túristarnir í herbergjunum nálægt okkar voru vaktir með símhringingum, fyrst klukkan 7, svo 8 og að lokum 9 þegar við ákváðum sjálf að drattast fram úr.

Stutt stopp á Selfossi áður en við héldum heim og fengum okkur hádegismat.

Verslunarferð í Kringluna skilaði tvennum buxum í sarpinn minn, afmælisgjöf frá Sigurrós. Í verslunarleiðangrinum heyrði hún að það er ekki bara ég sem að er tregur til að fara í fatakaup, heyrðum í samræðum annara para þar sem að karlarnir voru svipað kátir og ég.

Efri hæð Hagkaupa var síðasta stoppið. Þar voru þvílíkar raðir enda aðeins fjórir kassar opnir, tveir í kvenna- og tveir í karladeildinni. Sigurrós beið í einar 15 mínútur í röð og heyra mátti hvað allir voru hæstánægðir með þessa snilldarákvörðun stjórnenda Hagkaupa.

Áhugavert:

  • Wizard of Id dagsins
  • Blocked Countries
  • Comments are closed.