Spámaðurinn Ayn Rand og fylgjendur hennar

Nú er varað við því að þessi gönuhlaup ráðamanna að hola niður stórvirkjunum geti leitt til þess að hagkerfið ofhitni. Til þess að koma í veg fyrir það yrðu vextir líklega hækkaðir. Þannig að til þess að kaupa sér atkvæði á Austfjörðum og peninga í kosningasjóðina ætla ráðamenn landsins að láta okkur skattborgarana borga með rafmagninu sem að stóriðjan myndi kaupa og að auki hækka vexti þannig að það er útséð með það að maður muni klára að borga lánin á þessari lífstíð. Sem nýr íbúðareigandi geri ég mér nefnilega fulla grein fyrir því hvað vaxtaprósentan er að taka mig mikið aftanfrá, ég borga tugþúsundir í hverjum mánuði og ekki helmingur þess er vegna höfuðstólsins, mér telst svo til að 60-70% af því sem ég greiði fari beint ofan í pytt vaxta og verðbóta og greiðslugjalds og hvað þetta heitir allt. Borgaði af litlu láni, sem að við tókum yfir af fyrri eigendum, núna um daginn, ekki nema 13.000 krónur en þar af voru 3.000 krónur af upprunalegu skuldinni, 10.000 krónur voru vegna vaxta og annars vesens. Ef að ég fengi svo eitthvað fyrir skattana væri ég kannski sáttari, en það er margra mánaða biðlisti á sjúkrahúsum, margra vikna hjá læknum, landhelgisgæslan er nú að leita sér að góðum árabátum, símagjöld voru að hækka, bókasöfn geta ekki keypt nema örfáar bækur á ári, lögreglan er notuð til að ganga í augun á vargmennum og ég gæti haldið áfram og áfram og áfram. En það bíður annars tíma.

Hmmm.. einhver ritsmíð úr smiðju Rand-stofnunarinnar mælir með því að Bandaríkin fari í stríð við Sádi-Araba og aðrar þjóðir. Vissulega eru stjórnendur Sádi-Arabíu með þeim verri, en að svona lagað komi frá Ayn Rand fólki er merkilegt, þar sem að þeir vilja helst að ríkið sé ekki til, góða ríka fólkið og duglega heilbrigða fólkið geti reddað þeim sem að minna mega sín. Hvernig beiting hersins á alþjóðavettvangi samræmist því veit ég ekki. Á vef þeirra eru þeir núna búnir að setja Capitalism Defense Kit, þar sem að allir góðir kapítalistar geta náð sér í orð í munn til að skylmast við þá sem kalla þá svín. Ætli Ayn Rand sitji ekki við hönd Guðs í sæluríki þessa fólks?

Meira merkilegt er að finna þarna, eins og In Moral Defense of Israel, þar sem að þeir greina frá því meðal annars að “United States should unequivocally support Israel”, sama hvað. Bullið sem að streymir þarna fram er allt hið skelfilegasta í mínum augum.

In America’s war against terrorism, it is imperative that America distinguish friend from foe, good from evil, the opponents of terrorism from the perpetrators. In the name of justice and self-preservation, therefore, America should uncompromisingly encourage and support Israel in the common fight against the enemies of freedom.

Þarf að segja meira en Good vs Evil? Svo nenni ég ekki einu sinni að minnast á þessa grein, lykilorðin sem að höfund vantar er náungakærleikur og samfélag. Ef hann vill lifa í frumskógi þá er væntanlega einhver staðar hægt að finna þannig skika handa honum. Lyfjafyrirtækin eiga auðvitað að geta grætt, en það er munur á gróða og mannvonsku og græðgi.

Best að forða sér af þessum vef áður en maður býr til sinn eigin sem svar við því sem þarna vellur upp.

Nei andskotinn! Þarna halda þeir áfram að toppa sig. Sjálfboðaliðastarf er af hinu illa!

Skrapp í dag með Elínu í fataferð í Smáralindina, og svo var það osborgari á Ak-Inn. Vel ætur og ekkert að þessum stað að finna.

Áhugavert:

  • Rauntímakort yfir flug í Norður-Ameríku
  • Unreal Fortress Gold
  • X Man
  • Do the math
  • A parable
  • Comments are closed.