Þúsöld

Kom í Þúsaldarhverfið í dag í fyrsta sinn, skutlaði Sigurrós í Ingunnarskóla þar sem hún er í áheyrn (sem að kennaranemar fara í áður en að þeir byrja í æfingarkennslu) í morgun. Skólinn er samansafn skúra á svæði sem er í fullri byggingu, lóðin er holótt stórgrýti og umhverfið allt hið nöturlegasta fyrir krakkana sem hvergi geta leikið sér. Ingunnarskóli er annars efst á hæðinni, 30 metrum frá hitaveitutönkunum.

Grafarholtið, eins og þessi staður heitir landfræðilega, er ekki að byggjast jafn hratt upp og reiknað var með. Það var líka með ólíkindum hvernig að þessu var staðið. Einstaklingar gátu ekki ráðið neinu, búið var að teikna upp allt hverfið, hvert einasta hús og hvert einasta herbergi ásamt því að búið var að ákveða litina (held ég svei mér þá) áður en svo mikið sem fyrsta grafan mætti á staðinn.

Fyrir utan það að þetta er rokrassgat mikið (og það er eitthvað sem að fólk pælir í á þessu skeri) þá var þarna gert út um það að einstaklingar gætu aðlagað tilvonandi heimili að eigin þörfum, því kemur það ekki á óvart að ásóknin í að búa þarna hefur verið dræm. Svo hafa götuheitin ekki ýkja mikið aðdráttarafl. Þarna er allt morandi í dæmum um að mannlegi þátturinn hafi illa mikið gleymst (og reyndar málfræðin hvað “þúsöld” varðar).

Skrifaði enn eina greinina á Huga í dag, hana má lesa hérna.

Áhugavert:

  • Iceland places trust in face-scanning
  • Buy DVDs and games abroad – and break the law
  • South Korea to cheer for all in World Cup
  • Comments are closed.