Teikniforritið Chagall

Fann í dag skemmtilegan XML-staðal sem er innbyggður í PHP, nefnist WDDX. Gæti vel nýtt mér hann í framtíðinni.

Í skólanum byrjaði ég á fyrsta skilaverkefni annarinnar, það gildir 15% og á að vera teikniforrit og skilast fyrir miðnætti 31. janúar. Ég er svo duglegur við nafngiftir að í stað þess að nefna forritið Teiknir eins og kennari nefnir sem dæmi og margir nota, þá leyfi ég mér að nefna forritið Chagall. Svo sem ekki uppáhaldslistamaðurinn minn, en nafnið fannst mér bara henta svo vel.

Svona til þess að láta undan fjöldanum hef ég fengið mér MSN Messenger, þó tregur hafi verið til. Hægt að adda mér á contact lista með því að leita að messenger@totw.org. Það skondna er að ég get ekki breytt profile hjá mér þar sem að ég þarf að vera a.m.k. 13 ára til þess. Bravó! Microsoft tókst að yngja mig upp um meira en helming! Gargandi snillingar.

Áhugavert:

  • Coins of the Realm (part 2)
  • Comments are closed.