7. júlí – sitt hvor heimurinn

Yfir 40 manns drepin í sprengingum í Bretlandi. Fjölmiðlar upp til handa og fóta, þeir bresku mjög stóískir reyndar enda vanir IRA-sprengingum áður fyrr.

Yfir 40 manns drepin í Írak. Fæstir eyða orðum í það. Nema BBC, besti fjölmiðill heims. Sláandi tölur á þessari síðu. Til dæmis eru 50% án aðgangs að öruggu drykkjarvatni. (Sem minnir mig á Pawel Bartoszek og idjótíska grein hans á Deiglunni).

Hryðjuverkin eru auðvitað ámælisverð, bæði í Bretlandi og Írak sem og annar staðar þar sem tugir manna létu lífið í dag, fyrir hendi hryðjuverkamanna sem ýmist báru borgaraleg klæði eða herklæði ríkja.

Þegar IRA sprengdi London árum saman hlupu íslensk stjórnvöld ekki upp til handa og fóta og gerðu okkur lífið enn erfiðara.
Þegar al-Qaida sprengdi London gerðu þau það hins vegar.

Þetta verður notuð sem næsta afsökun þegar að lögreglan fer að keyra um á hlustunarbílum… Stóri bróðir er kominn ofsalega nálægt okkur í dag eins og Deiglan bendir á. Íslenskir fjölmiðlar eiga að skammast sín fyrir að stemma ekki stigu við alræðishyggju framkvæmdavaldsins.

Fjöldi hryðjuverkamanna á Íslandi síðustu áratugi: 1 (Paul Watson og hann slapp billega).

Bók dagsins:
Take life in the large view, and we are most reasonable when we seek that which is most wholesome and tonic for our natures as a whole; and we know, when we put aside pedantry, that the great middle object in life—the object that lies between religion on one hand, and food and clothing on the other, establishing our average levels of achievement—the excellent golden mean, is, not to be learned, but to be human beings in all the wide and genial meaning of the term.
On Being Human by Woodrow Wilson

Comments are closed.