Grófin

Fór í fyrsta sinn á nýtt heimili Borgarbókasafnsins í gær, í svonefndu Grófarhúsi. Þetta hefur svo sem ekki sama sjarma og gamla Aðalbókasafnið, en mun rúmbetra. Eina sem hefði mátt vera væri að við innganginn væri svona skema sem að sýndi hvar hver deild væri á hverri hæð. Við komumst svosem í “vísindaskáldsögukiljur á ensku” og “ástarsögukiljur á ensku” deildina fyrir rest, en skema við innganginn hefði látið okkur líta aðeins minna út fyrir að vera villtir túristar. 🙂

Comments are closed.