Boltinn búinn

Þá er keppni minni í utandeildinni lokið í ár, tók ekki þátt nema í þremur leikjum, enda kom hóf ég ekki knattspyrnuiðkunina fyrr en í júlí. Ef ég kynni að skammast mín þá væri ég rauður niður að tám, þar sem að ég er í vondu formi, síðastliðið ár bætti miklu á mig, aðallega framan á magann. Þá er bara að gera alvöru úr því að koma sér í form, og það er á dagskrá um leið og ég er kominn heim úr sumarfríinu. Svo margir boltar sem ég hefði náð ef að eins og 10 kíló hefðu verið ekki til staðar (eða þá á réttum stöðum). Það er alltaf næsta tímabil 🙂

Margt skondið sem ég sá í vefgáttinni minni í dag, þar ber hæst tilraunir Microsoft til þess að blekkja saksóknarana sem að eru að lögsækja það, ekkjuna sem að fann frábæra leið til að eyða ellinni og perúskan atvinnuleysingja sem að notar mótmælaaðferðir sem að eru alls ekki að mínu skapi.

Annað sem er mér ekki að skapi er hvernig stórfyrirtæki eru allt í einu orðin lögregla og dómstóll, og að þú sért sekur uns sekt, nei afsakið, sakleysi sé sannað. Það sem meira er að ríkið færði einkafyrirtækjum þetta vald.

Svo var dregið í riðla í Meistaradeildinni, mínir menn í Lazio og Lyon lentu í nokkuð snúnum riðlum en ættu samt að hafa þetta af.

Comments are closed.