Spider-man 2 og Hitchhikers Guide!

Magnað. Hitchhikers Guide bíómyndin er víst á fullum skrið! Handritshöfundur hennar tók viðtal við sjálfan sig þar sem hann pælir í því hvort að hann verði nokkuð maðurinn sem verði þekktur sem sá sem klúðraði þessu meistaraverki.

Samkvæmt “viðtalinu” virðist þetta líta vel út, við vonum hið besta!

Við skruppum í kvöld loksins í bíó og sáum Spider-man 2. Fínasta mynd, svolítið mikið tölvuleikjalegt stundum (sum CGI-atriðin) og “Jesú” atriðið var pínu pínlegt en bara fín skemmtun og góð mynd.

Comments are closed.