Húsnæðismál á hreinu

Í morgun fórum við og gerðum aftur milljónaviðskipti. Þriggja og hálfs milljóna króna velta í dag sem er ekki slæmt. Soldið erfitt að skrifa samt undir debetkvittun sem er rúm milljón en sem betur fer all miklu lægri en síðast þegar það voru rúmar fjórar milljónir.

Öll mál vegna Flókagötu og Arnarsmára eru því leyst og við getum áhyggjulaus borgað stóran hluta launa okkar fyrir húsnæðið mánaðarlega.

Reyndar töpuðum við aðeins á viðskiptum dagsins vegna verðbólgu, á sex vikum hækkuðu lánin um 60 þúsund vegna vaxta og því fengum við minna en til stóð. Verðbólgudraugurinn farinn að rymja okkur til mikillar hrellingar.

Comments are closed.