Fjölskyldan OpenStreetMap

Leikvellir á OpenStreetMap

Í gær sunnudag skruppum við feðginin í bíltúr til að prófa fleiri leikvelli. Við settum stefnuna á leikskólann Rjúpnahæð sem er efst í Salahverfi hér í Kópavogi, þar sem við erum með leikskóla í bakgarðinum sem stelpurnar fara daglega á er oft spennandi að heimsækja aðra, sjá hvernig dót er þar og sjá öðruvísi skipulag.

Nú brá svo við að undirritaður hefur verið að fikta í OpenStreetMap (sem er open source útgáfa af einhverju svipað og Google Maps, sumir kalla það wikipediukortið enda geta allir bætt við það sem skrá sig þar inn frítt), hér eftir nefnt OSM.

 

leikvellir

Leikskólinn Rjúpnahæð er gula svæðið, leikvellirnir eru ljósblá svæði, göngustígar og gangstéttir eru rauðar brotnar línur.

 

Þar eru leikvellir merktir inn á, ég notaði tækifærið á meðan að stelpurnar skemmtu sér á frábærri lóð Rjúpnahæðar og skoðaði, í BlackBerry símanum sem er með þeim slappari, kortið á OSM og sá þá að tveir leikvellir voru í næsta nágrenni. Þegar nýjabrumið var farið af Rjúpnahæðinni röltum við því á fyrsta leikvöllinn (ljósblár kassi til hægri á kortinu), stelpunum fannst mjög áhugavert að þarna værum við að labba yfir í Reykjavík.

Eftir ágætis stopp þar fórum við aftur á stíginn og ætluðum nú að halda á hinn leikvöllinn, sem er efst á kortinu. Á leiðinni sáum við hins vegar annan leikvöll, lengst til vinstri á kortinu, sem var þá ekki merktur inn. Við stoppuðum aðeins þar og ég setti staðsetningu hans á minnið. Eftir stutt stopp þar héldum við svo áfram upp stíginn og aftur yfir í Seljahverfið og fundum leikvöllinn sem er annars hulinn þeim sem ferðast eftir þessum göngustíg sem aðskilur bæjarfélögin.

Án kortsins hefðum við aldrei vitað af honum, hann er inn á milli húsa.

Við röltum svo til baka með annari viðkomu á nýjasta leikvellinum.

Þegar heim var komið fór ég inn á OSM og merkti inn á stígbút sem hafði vantað á kortið (milli leikskólans og stóra göngustígsins) og nýjasta leikvöllinn. Afraksturinn má sjá að ofan.

Ég hvet fólk til að kíkja á http://www.openstreetmap.org og nota það til dæmis til að finna leikskóla eða leikvelli til að kíkja á með börnin. Ég hvet það enn fremur til að merkja inn á OSM (eða senda mér nótu) ef það sér að það vantar leikvelli þar inn.

Ætla að fara að skoða það hvernig ég get svo birt kort sem sýnir bara leikvelli/róluvelli/leikskóla – hugsa að það verði mjög notadrjúgt um helgar og í sumar!

Næst förum við líklega á Hvammsvöll og þessi 6 leiksvæði sem eru þar í kring!

 

leikvellir-2

Hvammsvöllur og leikvellir í grenndinni
OpenStreetMap Samfélagsvirkni

OpenStreetMap og ja.is

Það var árið 2009 sem ég kom fyrst auga á OpenStreetMap og gerði tvær breytingar á því, setti svo inn aðra breytingu 2012 og það var ekki fyrr en í ár sem að ég fór að gera eitthvað af viti þar.

OpenStreetMap er sumsé kort af heiminum búið til á svipaðan máta og Wikipedia er skrifuð, af þúsundum sjálfboðaliða. Af hverju er verið að vesenast í svona þegar Google Maps hefur sannað sig fyrir mörgum og fleiri komnir í hituna? Af því að þarna er auðveldara að laga villur og þessi gögn eru í almannaeign þannig að það er hægt að ná í þau og nota í eigin tilgangi. Það er ekki hægt hjá Google og öðrum heldur þarf að greiða fyrir notkun á gögnum þeirra.

Ég er búinn að vera að teikna Nónhæðarhluta Smárahverfis upp. Það er mjög einfalt reyndar, ég fer á OpenStreetMap, finn þar hverfið mitt og smelli á Edit (það þarf að skrá sig inn, það er ókeypis og auðvelt). Það er hægt að velja um 2 mismunandi ritla til að breyta í vafranum, iD ritillinn þarna er nýr og með mjög góða kynningu á sjálfum sér og hvernig hægt er að teikna á kort.

Þá fæ ég upp loftmynd af hverfinu og tól til þess að teikna upp götur, hús og hvað eina sem er á korti. Sem stendur er ég að vinna í að klára Nónhæðina.

Ég ákvað að bera kortið mitt við ja.is sem notar gögn frá Samsýn. Vinstri myndin er útgáfa ja.is og hægri myndin er útgáfa OpenStreetMap. Á ja.is myndinni hef ég sett nokkra rauða hringi, þetta eru byggingar sem eru ekki til!

Þær eru líklega til á uppdrætti, þetta eru bílskúrar en svo vill til að  bara er búið að byggja helminginn af þeim, restin er ekki á leiðinni næstu árin enda þurfa allir sem eiga rétt á að byggja bílskúr að sameinast um það í hverju fjölbýli fyrir sig. Rauði hringurinn lengst til hægri er svo spennistöð, hún er merkt sem Arnarsmári 28a og hefur gert okkur lífið leitt þegar við notum straeto.is því að hann kemur alltaf upp á undan 28.

ja.isOpenStreetMap

 

Samsýn/ja.is nota þarna líklega opinbera uppdrætti, það má sjá að byggingarnar þeirra eru nákvæmari að lögun. En þessir uppdrættir innihalda líka þessar draugabyggingar, það er áhugavert að velta því fyrir sér hvort að heilu draugahverfin séu til á kortum ja.is.

Ég ákvað að skoða þéttbýliskjarna á Íslandi og bjó til lista yfir þá staði sem vantar loftmyndir á og þá sem vantar byggingar á (og hver sem er getur núna farið og bætt við á OSM). OSM-kortið fyrir Ísland á talsvert í land, en í Reykjavík og á mörgum öðrum stöðum stendur það jafnfætis við Google Maps, ja.is og fleiri.

Ég hvet fólk sem hefur gaman af kortum (við erum til og fleiri en menn ætla!) að kíkja á þetta og skoða hvort að það vilji þó ekki nema uppfæra götuna sína, ef ekki meir.

English Leikir

Map issues in World of Tanks 0.8.3

I’m an avid player of the MMO World of Tanks where I roam as Hagbardur and have kept a close eye on how the map changes have affected the matches. Following the tremendous work done by Phalynx, where he collects data from players on matches and makes them available on his website, I managed to get together some statistics on team performances in the maps because quite frankly there were some seriously flawed maps.

It was good timing as the day after I finished compiling the percentage chances the developer Overlord posted a topic on maps in WOT. Since my findings could use some visual aid I’ve decided to present them here.

All numbers taken from Phalynxs website with Tanks with over 100 battles included. I’m sure Overlord has access to much accurate numbers but until Wargaming releases them this is the best approximation we can get.

 

The Percentages

Here I list, in order of worst skewed maps to least skewed, the maps, the number of times Team 1 (green) won and Team 2 (red) won. You can see at the bottom of the post which team is Team 1 Green and Team 2 Red. The skew number is the absolute percentage difference between the two teams. I also highlight maps which are prone to draws.

 

Map Team 1 Team 2 Draw Skew
Westfield (assault) 66,00% 34,00% 0,00% 64,00%
Fjords 57,70% 41,60% 0,70% 32,43%
Malinovka (assault) 58,00% 42,00% 0,00% 32,00%
Sand River (assault) 57,50% 42,50% 0,00% 30,00%
Dragon Ridge 56,70% 42,20% 1,10% 29,32%
Province 54,70% 42,00% 3,30% 26,27%
Mines 55,20% 44,40% 0,40% 21,69%
Arctic Region 44,00% 54,50% 1,50% 21,32%
Highway 54,50% 44,60% 0,90% 19,98%
Siegfried Line (assault) 45,00% 54,60% 0,40% 19,28%
Murovanka 45,00% 54,40% 0,60% 18,91%
El Halluf 52,10% 43,60% 4,30% 17,76%
Prokhorovka 45,90% 53,80% 0,30% 15,85%
Serene Coast 49,40% 42,70% 7,90% 14,55%
Ruinberg 46,00% 53,10% 0,90% 14,33%
Erlenberg (assault) 46,50% 53,50% 0,00% 14,00%
Ruinberg (encounter) 47,00% 53,00% 0,00% 12,00%
Malinovka 50,40% 44,70% 4,90% 11,99%
Fisherman’s Bay 52,60% 46,70% 0,70% 11,88%
Widepark 47,00% 52,50% 0,50% 11,06%
Karelia (assault) 52,60% 47,20% 0,20% 10,82%
Steppes 47,20% 52,40% 0,40% 10,44%
Redshire 45,70% 50,40% 3,90% 9,78%
Erlenberg 46,80% 51,10% 2,10% 8,78%
Live Oaks 51,60% 47,40% 1,00% 8,48%
Himmelsdorf (encounter) 47,90% 52,10% 0,00% 8,40%
Sand River (encounter) 47,90% 51,90% 0,20% 8,02%
Karelia 47,70% 51,40% 0,90% 7,47%
Murovanka (encounter) 48,30% 51,60% 0,10% 6,61%
Airfield 51,10% 48,10% 0,80% 6,05%
Steppes (encounter) 51,40% 48,60% 0,00% 5,60%
Himmelsdorf 51,00% 48,30% 0,70% 5,44%
Port 50,50% 48,50% 1,00% 4,04%
Lakeville 48,70% 50,30% 1,00% 3,23%
Abbey 50,20% 48,70% 1,10% 3,03%
Ensk 49,30% 50,70% 0,00% 2,80%
Ensk (encounter) 49,40% 50,50% 0,10% 2,20%
Siegfried Line (encounter) 49,50% 50,40% 0,10% 1,80%
South Coast 49,60% 48,80% 1,60% 1,63%
Cliff 49,90% 49,40% 0,70% 1,01%
Siegfried Line 50,00% 49,50% 0,50% 1,01%
Sand River 49,50% 49,20% 1,30% 0,61%
Malinovka (encounter) 49,10% 48,90% 2,00% 0,41%
Westfield 49,80% 49,60% 0,60% 0,40%
Mountain Pass 49,30% 49,20% 1,50% 0,20%
El Halluf (encounter) 48,70% 48,70% 2,60% 0,00%

 

The Worst Performers

Most skewed map
Westfield – Assault

It is no great shock that Westfield – Assault mode is the most skewed map, the defenders have ample sniping spots in the lower right corner and on the other side of the valley very well protected spotting locations that can also shoot at anyone travelling the edges of the map. With the defenders (Green on this map) winning 66% of the battles this needs a major re-balance.

 

Fjords
Fjords

Fjords is skewed towards the Green team which have a 32% edge on the Red. Their protected sniping spots both in the north and south that cover the field in the north no doubt are a big factor for this as well as the natural defense positions they get in the middle and south roads.

 

Malinovka - Assault
Malinovka – Assault

Malinovka in assault mode is skewed 32% towards the Green defenders who not only enjoy higher ground but also can get to ample forest cover faster than the Red attackers. Playing this map as a T95 on the Red attacking team is nothing short of the biggest joke played on players as your lack of speed and lack of cover while attacking mean that if you are not killed by artillery then you are too slow to make a difference in the attack. Other slow tanks on the attacking side suffer heavily from this as well with the Physics update punishing their uphill climbing. This needs better balance and this is why I have personally disabled Assault and Encounter modes on my account.

 

Sand River - Assault
Sand River – Assault

The Green defenders get a 30% advantage against the Red attackers. Crucially the Green team can snipe any Reds trying to go north so those that do make it to the north are badly beaten and pushing them away is quite easy usually. A fast medium rush from Reds to the north can combat this but this is a huge weak spot for the Reds.

 

Dragon Ridge
Dragon Ridge

Dragon Ridge is skewed heavily towards the Green team in the south who are 29% more likely to win each game. First of all they get, from their own spawn, a superb sniping spot to shoot any tanks in the Red team moving from their spawn towards the town in the middle. Secondly from the mountain in front of their spawn they get good sniping lines on the town in the middle, something that the Red team do not get from their own mountain safety. Thirdly the map funnels all the play into the gorge in the east, where Green team have better sniping lines into it both from their spawn and the path in the middle, and into the town where Green are again better positioned. This map is thankfully being removed in 0.8.4 and hopefully will come out of it not only more enjoyable to play but more equal for both teams.

 

Province
Province

Province is a special case as it is mostly played in tier III and lower these days. Here the Green team that start on the left side of the map enjoy 26% more wins than the Red team on the right side of the map.

 

Serene Coast
Serene Coast

Special mention must go to Serene Coast which is undisputed king of Draws, 8% is an incredibly high number but not surprising for those that have played it. Green have a 15% advantage over the Red team, no doubt due to the sniping hill and the B1 corner for spotting. It will be removed in 0.8.4 and hopefully adjusted to make gameplay more smooth.

 

The Maps

Mouse-over to see the advantages each side has.

Samfélagsvirkni

Dauðagildrur við Smáraskóla

Við Ragna Björk röltum hjá Smáraskóla í dag og hún lék sér í leiktækjunum þar. Þar sá ég mér til skelfingar suddalegan frágang, þar sem afsöguð rör standa upp úr jörðinni með hvassar brúnir, beint við klifurgrindur. Það er rúm vika þar til nemendur mæta aftur í skólann og ég vona að þessar dauðagildrur sem við rákumst á verði farnar þá.

Það eru miklar klifurgrindur þarna, börnin í vel 3 metra hæð í þeirri stærri, og beint fyrir neðan þessar tvær klifurgrindur eru afsöguð rör með hvassar brúnir, hvort um sig nærri 30 sentimetrar að lengd.

Fyrri gildran:

Seinni gildran:

 

Sendi þetta erindi á Kópavogsbæ og vona að þetta komist í lag sem fyrst.

Samfélagsvirkni

Vinstribeygja

Kæri Hinrik Friðbertsson.

Til hamingju með að vera orðinn umferðarljósastjóri höfuðborgarsvæðisins.

Þú getur ef til vill lagað þau ljós sem nú um stundir angra marga og valda síendurteknum umferðarbrotum þar sem ökumenn gefast upp á biðinni á rauðu ljósi og fara yfir, eftir að hafa verið sniðgengnir af ljósakerfinu allt að 4 sinnum.

Hér að ofan getur að líta hvað um er að ræða. Gula pílan sýnir vinstri beygjuljós af Hagasmára yfir á Smárahvammsveg. Stundum eru ljósin regluleg, hver átt fær sitt græna ljós og svo næsta koll af kolli (upp og niður Smárahvammsveg, beygja af Smárahvammsvegi til vinstri á Hagasmára og svo Hagasmári til vinstri upp Smárahvammsveg).

Stundum er vinstri beygju úr Hagasmára sleppt annað hvert sinn, stundum kemur það í þriðja hvert sinn og nýlega voru það fjögur skipti sem vinstri beygjunni var sleppt! Þetta nálgaðist 5 mínútur, og á endanum trillaði mest af bílalestinni yfir galtóm gatnamótin gegn rauðu ljósi.

Ég sé þetta nú dags daglega að ökumenn eru hættir að virða ljósin á þessari vinstri beygju, svo oft hafa þessi ljós bitið þá, þeir hafa setið á galtómum gatnamótum í bílalest sem bíður eftir þessari vinstri beygju. Það er jafnvel flautað á þá sem fremstir eru og virða rauða ljósið.

Þessi ráðstöfun er stórundarleg, ekki er hægt að sjá að umferð í vinstri beygjuna sé neitt minni en umferð upp og niður Smárahvammsveg, sem og vinstri beygja af Smárahvammsveg.

Þessum ljósum þarf að breyta, þetta gengur ekki og þessi ráðstöfun minnir mann á “með lögum skal land byggja en ólögum eyða” þar sem þessi ljósastilling fer að ala upp í mönnum fyrirlitningu á umferðarljósum þegar þau eru jafn galin og þarna gerist.

Með vinsemd,

Jóhannes Birgir Jensson, daglegur notandi téðra umferðarljósa

Samfélagsvirkni

Samskiptareglur við trú- og stjórnmálafélög

Morgunblaðið birti frétt um að ekki stæði til að setja samskiptareglur við trúfélög í nokkrum sveitarfélögum, þar með töldum Kópavogi.

Ég var því snöggur að senda athugasemd á Kópavogsbæ þar sem ég óskaði eftir samskiptareglum trú- og stjórnmálafélaga við menntastofnanir, enda sé ég ekki mun á því að prestur eða stjórnmálamaður innprenti börnunum söguskoðun, bæði er gjörsamlega ólíðandi.

Líka færsla á moggablogginu.

Molasykur

Rabarbía – vöruhönnun sem bregst

Rabarbía er vörumerki bænda á Löngumýri á Skeiðum. Þetta var verkefni í samvinnu við Listaháskóla Íslands og mér til mikillar gleði var útkoman brjóstsykur úr rabarbara.

Ég fór í frú Laugu í gær og verslaði eina Rabarbía brjóstsykurstöng til að prófa. Umbúðirnar voru skemmtilegar, löng og þykk brjóstsykurstöng umvafinn grænu innan í pappa sem líkir eftir rabarbara. Þegar það átti að prófa þetta vandaðist hins vegar málið. Stöngin er þykk og hörð og til að fá eitthvað sem passar í munn þarf að brjóta. Handaflið dugði til að smækka stilkinn niður í allmarga minni stilka, en þeir voru þá enn stærri en karamella ætti að vera svo vel væri.

Vonbrigðin voru svo talsverð, þetta er rjómakaramella sem minnir á Werther’s Original, það er fínt í sjálfu sér en ekki það sem ég hélt að ég væri að kaupa. Rabarbarinn finnst vart í þessu, einstaka sinnum hélt ég að ég hefði fundið rabarbarabragð en það var í svo miklum minnihluta að grátlegt var.

Umbúðirnar og frágangurinn eru hérna að gera vörunni talsverðan óleik með því að gera kaupanda erfitt um vik að gæða sér á henni. Stilkurinn er flottur en ekki nothæfur, betur væri ef stilkurinn væri niðursneiddur innan umbúðanna þannig að auðvelt væri að stinga hverri flís í munn án þess að þurfa að grípa til hamars og annara vopna gegn ofurbrjóstsykrum.

Hvað bragðið varðar þá ættu Rabarbía og karamellumeistarinn Örvar Birgisson að margfalda rabarbaramagnið. Það er engum greiði gerður að selja þetta sem rabarbaravöru þegar bragðið finnst vart nema með einbeittum vilja, yfirgnæft af rjómanum.

Mig langar ofsalega að fá mér rabarbarasælgæti af lífrænum rabarbaraökrum, en það þarf þá að bragðast rétt en ekki eins og rjómi!

Fjölskyldan Tækni

Endurlífgun

Þá er langt um liðið síðan takka var potað niður á þessum stað, Facebook og Twitter hafa kitlað lyklaborðið.

Freyja Sigrún fæddist 2010 og þá er vísitölufjölskyldan komin.

Undur tækninnar leyfa mér svo að nota farsímann til að viðhalda þessu, skipti nú í WordPress úr heimalagaða kerfinu og fæ með því margt sniðugt.

 

Samfélagsvirkni

Skipulagsmálin aftur

Fór í kvöld á fund Kópavogsbæjar þar sem kynning fór fram á fyrirhuguðum breytingum á aðalskipulagi Glaðheima (þar sem nú eru hesthús, skeiðvöllur og áhaldahús) þar sem pota á 158.000 m2 af verslun, þjónustu og íbúðum, sem og breytingum á Skógarlind 2 þar sem pota á allt að 6 auka hæðum ofan á fyrirhugaða 3-hæða skrifstofubyggingu.

Fundurinn var mun settlegri en þegar Nónborgardæmið var í gangi, embættismennirnir vel undirbúnir og gátu svarað meiru en þá. Fékk það svo staðfest eftir fundinn að síðan að tillögum að Arnarsmára 32 og Nónborgar var hafnað hefur ekki heyrst meira frá lóðareigendum þar.

Ég er búinn að pota mér inn í stjórn Nónhæðarsamtakanna og ætla að reyna að kemba hverfið á næstu vikum og finna þar það sem athugavert er og skila vandlegri greinargerð inn.

Leikir

EM-leikurinn

Enn á ný opna ég fyrir giskleik vegna stórmóts í knattspyrnu.

Núna er það EM 2008, sem fyrr getur hver sem er tekið þátt og stofnað sína eigin deild og boðið hverjum sem er í hana. Vinsælt meðal vinnustaða sem geta þá ákveðið eigin verðlaun fyrir efsta sætið.