Uncategorized

Phoenix

Tengsl lyfjafyrirtækja og fótbolta eru reifuð stuttlega í þessari grein sem er skrifuð af blaðamanninum og Sheffield Wednesday-áhanganda Söruh Houlton.

Lykilorð dagsins í dag er Phoenix.

Uncategorized

Skilað

Mætti klukkan níu á mánudagsmorgun og í dag þriðjudag er ég að fara heim rétt rúmlega 18. Þessir 35 tímar liðu afar hratt við forritun og skýrslugerð. Á morgun er sýningin.

Ég er farinn heim að sofa.

Uncategorized

Síðustu droparnir

Verkefnisvinna á fullu, innan við sólarhringur í skil, ekki allt komið sem til þarf. Rétt get laumast í dagbækur annara, engan tíma til að skrifa í mína neitt nema meira fánýti en venjulega.

Var aðeins að stússast á póstþjóninum mínum sem er gömul lítil 486 beygla með frekar takmarkað diskpláss. Hann hefur nú verið “up 375 days” sem þýðir að í ár og tíu daga hefur hann ekki hikstað. Reyndar hikstaði hann síðast aðeins vegna rafmagnsleysis, að öðru leyti hefur þetta verið öruggasti þjónn sem ég hef komist í tæri við. Allir vita hvað tölvutæknin getur verið breysk (vefþjónninn lenti í því að sprengja þétta fyrir nokkru en hefur annars verið þægur) og því er gaman þegar að hún stendur sig svona vel. Ég er stoltur þjónapabbi.

Áhugavert:

  • Ættartré keisaranna
  • Uncategorized

    *dæs*

    *DÆÆÆÆS*

    Þreyttur mjög. Mikil vinna. Lítill svefn. Verkefni á bláþræði. Verður að reddast á morgun.

    Þriðja lögmál hópvinnu, greinið frá stöðunni eins og hún er. Ekki eins og hún ætti að vera.

    Uncategorized

    *fnæs*

    *FNÆS*

    In theory ættu hlutir að virka. In reality þá er fattlevell voðalega misjafn milli manna. In reality þá eru hlutirnir ekki að virka.

    Uncategorized

    Vantar bara svarta köttinn

    Jújú. Það er föstudagurinn þrettándi í dag og í þrjá tíma var þetta versti dagur ársins. Beta-skoðun leiddi í ljós alvarlega hönnunargalla og svo þurfti ég að labba heim í grenjandi rigningu með fartölvuna á bakinu (bakpokinn stóð sig með prýði sem betur fer!).

    Bæði hefði verið hægt að laga með smá ítrun og betri skipulagningu, hönnunargallarnir mun verri þó en tímabundna bílleysið. 🙂

    Þá er bara að bretta upp ermarnar um helgina þannig að hægt sé að skila einhverju sem virkar á þriðjudaginn.

    Dýrt er orðið. J.K. Rowling gaf 93-orða samantekt um nýjust bókina um Harry Potter á uppboð til styrktar Book Aid International. Þar er orðunum slengt saman handahófskennt þannig að ekki næst að lesa hver söguþráðurinn verður. Þessi samantekt náði hins vegar fimmfaldri þeirri upphæð sem hafði verið spáð, hvert orð kostaði 43.000 kr. þegar að uppboðinu lauk, samtals rétt um 4 milljónir króna!

    Talandi um uppboð á handritum. Handrit Ian Flemings (skapari James Bond) að barnasögunni vinsælu Chitty Chitty Bang Bang seldist ögn dýrar en samantektin hér að ofan.

    Ronaldo var að fá verðlaun sem leikmaður ársins, nokkuð gott miðað við að hafa spilað eins fáa leiki og hann hefur gert á árinu! Hann er af fátæku fólki kominn og sem góður drengur hefur hann því keypt íbúðir í Ríó de Janeiro þar sem að fjölskylda hans býr. Nágrönnum finnst fjölskyldan hins vegar vera of alþýðleg og hefur kvartað undan því að þau líti ekki nógu hástéttarlega út. Það er til endalaust af fólki sem að ergir sig á útliti annara, ætti að taka svoleiðis fólk og henda því allslausu á götuna í mánuð og athuga svo hvort að það raði hlutunum í rétta forgangsröð eftir þá reynslu. Að minnsta kosti virðast þátttakendur í Survivor fá mikla lífsfyllingu við það að vera sneydd ríkidæmi sínu.

    Uncategorized

    Maríjúana

    Þessi frétt er nú með þeim ógeðslegustu sem ég hef lesið. Maður í Þýskalandi hefur sumsé verið handtekinn eftir að hafa… já… þeim lesendum sem ekki klígir við að lesa um morð og mannát ættu bara að kíkja á þetta, viðkvæmum sálum er bent á að lesa ekki meira um þetta.

    Í verkefnavinnunni (þar sem allt er brjálað að gera) hef ég verið að hlusta á diskinn Móri með íslenska rapparanum Móra. Minnir talsvert á MC Solaar, mjög djassað og flott tónlist. Textarnir vel unnir en yrkisefnið… tja. Held í vonina að þetta sé aðallega grín hjá honum, mér finnst að minnsta kosti fátt svalt við að vera eiturlyfjasali og glæpaseiði.

    Móri syngur talsvert um maríjúana, mikill stuðningsmaður þess greinilega. Í tilefni af því ætla ég að tengja á frétt um yngstu maríjúanasala sem hafa verið handteknir, tveir níu ára strákar í Bandaríkjunum.

    Uncategorized

    Fallinn!

    Það hlaut að koma að því, ég hef ekki fallið í fagi síðan 1995 þegar ég féll í lögfræði. Það fall setti stúdentsprófið í hættu, varð að ná endurtektinni eða útskrifast ella ekki fyrr en námskeiðið væri endurtekið ári síðar.

    Ég og Björn Þór (hann hafði ekki náð að mæta í prófið sökum árekstra við annað próf) settumst því niður og í þrjá daga sökktum við okkur ofan í kennslubækurnar 18 tíma á dag. Hef aldrei fyrr né síðar tekið þvílíka lærdómstörn og það bar árangur, fékk 9 í endurtektinni og stúdentshúfan því upp á réttum tíma.

    Nú í dag fékk ég sumsé fréttir af því að hafa fallið í Java-kúrsi annarinnar. Mér gekk afar illa á prófinu þannig að það mátti búast við þessu. Að afloknum lestri jólabókanna verður því rauði hnullungirnn (bókin sem prófað er úr) dreginn fram og lesinn fram yfir áramót (endurtektarprófið er fyrstu vikuna í janúar).

    Það eru fleiri sem að eru óvanir snjóleysi á þessum tíma árs, Winnipeg sem er þekkt fyrir mikinn kulda og snjó á veturna hefur nú orðið að fresta snjókarlaátaki sökum snjóleysis. Eru þetta gróðurhúsaáhrifin eða er bara reglubundið hlýindaskeið á næsta leiti?

    Gildi jólanna hjá nútímamanninum er æ meira að snúast um hvíldina sem þessir frídagar gefa og tækifærið til að hitta vini og ættingja við notalegar aðstæður. Jólagjafir eru að missa vægi sitt sem betur fer, vafalaust þó efst á lista yngstu kynslóðarinnar. Hraðinn og lætin í nútímalífi geta varla haldið áfram með sama offorsi, held að stór hluti minnar kynslóðar sé farinn að meta líf sitt meira en peningatöluna á launamiðanum og stærð jeppans.

    Talandi um hraða, hraði netsins kemur nú bágstöddum til hjálpar og lagar skattaskýrslur fyrirtækja með nýju veftóli sem að kemur umframmat á rétta staði. Gott framtak.

    Uncategorized

    Flóðgátt

    Dagurinn byrjaði á heimsókn til tannlæknisins þar sem að sett var fylling í stað þeirrar sem ég týndi fyrir nokkrum vikum. Ég virðist einkar laginn við að týna fyllingum, kjafturinn stoppar kannski of sjaldan? Hann horfði vonaraugum á þessa þrjá endajaxla sem eftir eru og lýsti yfir vilja sínum til að fara að kippa þeim út. Spurning hvort jólagjafirnar hans séu í dýrari kantinum þetta árið?

    LÍN lækkaði námslánin hjá mér, ég vann mér inn 150 þúsund kalli meira en ég áætlaði þannig að þeir lækka lánið um tæpar 80 þúsund krónur samtals yfir árið.

    LÍN er grín. Það er ekki séns að vinnandi einstaklingar geti tekið sér námsleyfi í þessi þrjú ár sem að flestar Bachelor-gráður krefjast ef þeir ætla að treysta á LÍN til framfærslu. Það nær enginn að safna saman digrum sjóðum þegar verðlagið er eins og það er og skattarnir háir og margfaldir. Bankalán eru svo auðvitað beinasta leið til gjaldþrots, okurvextir innheimtir hér á landi sem eru óþekktir annar staðar í heiminum nema hjá Mafíumönnum í bíómyndum.

    Sá að menntamálaráðherra íhugar lagasetningu (lögin leysa allt, gamalt mottó stjórnmálamanna) vegna aðgengis barna að tölvuleikjum. Vonandi að þetta fari ekki í neitt rugl, tölvuleikir ættu allir að vera löglegir en þeim á að fylgja aldursstimpill og foreldrar ættu að fara eftir honum. 6 ára börn að spila drápsleiki finnst mér meira en á tæpasta vaði og sýna bara skilningsleysi foreldra.

    Svo virðist að þegar fleiri en tveir tjá sig um eitthvað málefni á netinu að þá finnist öðrum að “allt sé á suðupunkti” og “allir að tala um þetta”. Mér hefur aldrei fundist þrír vera margmenni þó að þannig orðatiltæki sé til á ensku (líklega hugsað út frá hugtakinu par og hvað það getur gert saman þegar þriðji aðili er ekki viðstaddur?).

    Ég hef reyndar velt því fyrir mér að setja skilmála þess efnis á vefinn að “ljósvaka- og prentmiðlum er óheimilt að vitna í efni á þessum vef án samþykkis þess er þetta ritar”, netmiðlum væri hins vegar auðvitað frjálst að gera það. Ég hef heyrt af því að vondur grínisti hafi lesið upp færslu hjá mér fyrr á þessu ári í útvarpi, það er ekki miðill sem ég hugsaði mér að fara í enda eðli sínu hraðsoðinn og ónákvæmur. Efnistök í sjónvarpi, útvarpi og á dagblöðum einkennast af hraðsoðnum fullyrðingum sem sjaldnast standast nánari skoðun en svona alhæfingar hljóma víst betur. Ég vil sem minnst af svona fjölmiðlun vita og hef því íhugað að setja þessa skilmála á vefinn, hægt væri tæknilega að leyfa ekki að lesa efni nema að samþykkja skilmálana, þá ætti lagalega hliðin vera komin í lag hvað mig varðar.

    Hversu margir ætli endist að lesa þetta mikinn texta? Mér hefur nefnilega sýnst að allt sem nær yfir fleiri en 3 línur sé “of mikill texti, ég nennti ekki lesa það” eins og sjá má í athugasemdum við greinar hér og þar á netinu. Stuttlæs kynslóð fædd?

    Reykvíkingar eru orðnir þreyttir á snjóleysinu hér fyrir sunnan, meira að segja í Þýskalandi snjóar duglega. Snjórinn reyndar kemur sumum óþyrmilegar á óvart en öðrum.

    Frakkar eru ekki langt á eftir Íslendingum þegar kemur að málverndunarstefna. Þeir hafa þó líkt og við skrifstofublækur sem að eru ekki alveg í tengslum við samfélagið og reyna að koma undarlegum orðum að í stað annara sem þegar hafa náð almennri útbreiðslu.

    Mexíkómenn eru með nýstárlegt framtak í löggæslumálum, kúrekalöggur sem verða mælandi á enska tungu og sögulega þekkingu á hverfinu sem þeir vakta.

    Uncategorized

    Langur skóladagur

    Mætti rúmlega 09:00 í skólann í dag en er nú á leiðinni heim klukkan 22:00 eða svo. Fyrir utan tvö stutt matarhlé hefur dagurinn farið í að forrita í honum Krösusi, eins og ég nefndi verkefnið okkar og var samþykkt af öðrum hópmeðlimum.

    Chihuahuas eru minnsta hundategund í heimi minnir mig, það er því óvenju heimskulegt að rugla þeim saman við bolabíta.

    Frekar óvenjuleg afmælisveisla, það er fínt að snáðinn veit hvað hann vill verða í framtíðinni.

    Þetta er óvenjuleg jólasaga með góðum endi, hlutabréfamiðlari í hlutverki góða kallsins sem er auðvitað frekar óhefðbundin hlutverkaskipan.

    Þjóðverjarnir mega eiga það að þeir kunna að mótmæla, Schröder er nú að fá bílfarma af skyrtum og lag um kosningasvik hans er á toppnum í Þýskalandi þriðju vikuna í röð.