Uncategorized

3 tíma stríð? Fiskur og trú

Dreymdi í nótt draum, tja eða martröð. Sá frétt í sjónvarpinu að á þremur tímum hefðu Bandaríkjamenn rúllað yfir Írak og væru með Bagdad á valdi sínu. Varð pínulítið feginn því að það þýddi að það gátu varla margir saklausir fallið á þremur tímum. Allt útlit er fyrir að raunveruleikinn verði mun dekkri.

Davíð Oddsson heitir fullum stuðningi við HVAÐ SEM Bandaríkjamenn munu taka upp á. Kannski langsótt dæmi en ætli þeir láti eina kjarnorkubombu detta á Bagdad? Davíð gúterar a.m.k. hvað sem er.

Fengum okkur fisk í gær, í annað sinn (Sigurrós segir samt fyrsta) sem slíkt er á boðstólum á heimili okkar. Ýsa í ostasósu. Var í lagi en sósan frekar væmin. Maginn hins vegar er búinn að gurgla í alla nótt og allan dag… mjög undarlegt.

Talandi um fiska, þá geta menn skoðað Cult of Cod. Virðist vera guðleysingjavefur sem notar þorskinn sem trúartákn sem ádeilu á trú.

Uncategorized

Hermenn lentir í USA?

Já, B-bræðurnir blóðglöðu eru víst á leið í stríð, sem ekki er hægt að komast hjá því að þeir vilja fara í stríð. Að öðrum kosti væri hægt að komast hjá því!

Á sama tíma sést til dularfullra hersveita í Texas, ætli menn telji ekki að þar sé hættan frá Írak á ferð? Sérþjálfaðar sveitir frá Hussein! Það hljómar a.m.k. sem nokkurs konar afsökun.

Which OS are You?
Which OS are You?

Mér finnst OS X einmitt mjög töff og það er í myndinni hjá mér í framtíðinni. 17″ PowerBook með OS X. Þegar ég verð ríkur.

Uncategorized

Rautt, blátt, brúnt og gult

Ég óska manninum með rauða andlitið góðs bata, í þessari viku mun hann líka fá blátt, brúnt og gult andlit. Grey strákurinn.

Uncategorized

Ostakakan búin

Sigurrós bjó til ostaköku fyrir viku og tilkynnti það heiminum. Ég þyki mikill ostakökuáhugamaður hin síðari ár og því þótti undrum sæta að engar frekari fréttir bærust af þessu, sérstaklega þar sem ostakakan var vel stór.

Ástæðan er einföld, ég var ekkert að básúna tilvist kökunnar þar sem að ég ætlaði mér að sitja að verulegum hluta hennar. Það virðist hafa tekist bærilega og í dag borðaði ég síðustu sneiðina. Því er loksins óhætt að gefa það út að ostakakan heppnaðist sérdeilis vel hjá minni ástkæru og rann ljúflega niður. Næst mun ég kannski leyfa fleirum að njóta 🙂

Í kvöld gáfum við RÚV smá séns og sáum bara sæmilega grínmynd, Down Periscope sem skartaði Frasier sjálfum og Harland Williams úr “Geena Davis show” auk fyrrum frú Jim Carrey, henni Lauren Holly sem íklæddist þrengsta sjóliðabúningi sögunnar og naut sín nokkuð vel.

Uncategorized

Hlutverk opinberra aðila

Í gær fluttum við fyrirlestur þar sem við kynntum 25% verkefni okkar í faginu “Rekstur upplýsingakerfa”. Ég er búinn að smella skýrslunni sjálfri, Hlutverk opinberra aðila í mótun stefnu í upplýsingatækni hér á vefinn í pdf-formi.

Uncategorized

Troddu starfinu

Grein á Salon fjallar um vefinn Fuck that job þar sem birtar eru starfsauglýsingar þar sem fyrirtæki eru að reyna að fá fólk til starfa ókeypis eða á lúsarlaunum, þau sjá neyð og atvinnuleysi og vilja nýta sér það með ókeypis starfskröftum. It’s the jungle baby!

Mér finnst annars óhuggulega undarlegt að það þurfi lög til að fá ríkisborgararétt á Íslandi. Er það ekki einum of yfirdrifið? Það hlýtur að vera hægt að gera það með leyfisbréfi eða ríkisborgaravottorði eða álíka?

Uncategorized

Beastie Boys

Eins og Einar benti á þá hafa snillingarnir í Beastie Boys gefið út lag sem að andmælir stríðsbröltinu í Bush og félögum hans í hergagnaiðnaðinum. Þeir drengir hafa skoðanir á málunum og hafa verið ötulir stuðningsmenn Tíbet sem var hernumið af Kínverjum fyrir margt löngu og eru Tíbetar nú óðum að verða minnihluti í eigin landi auk þess sem trú þeirra og mál eru að mestu bönnuð.

“We felt it was important to comment on where the US appears to be heading now. A war in Iraq will not resolve our problems. It can only result in the deaths of many innocent civilians and US troops. If we are truly striving for safety, we need to build friendships, not try to bully the rest of the world.”

– Adam Yauch

“Being together, writing and recording, we felt it would be irresponsible not to address what’s going on in the world while the events are still current. It didn’t make sense to us to wait until the entire record was finished to release this song.”

– Mike D

“This song is not an anti-American or pro-Saddam Hussein statement. This is a statement against an unjustified war.”

– Adam Horovitz

Lagið reyndar ekki með því besta sem frá þeim hefur komið en boðskapurinn skiptir meira máli en umbúðirnar.

Uncategorized

7 og 9 ára drengir handteknir

Las frétt í Mogganum í morgun sem vakti talsverðan óhug hjá mér. Þar var greint frá því að tveir synir Khalid Sheikh Mohammed, sem er talinn háttsettur í al-Qaeda, hefðu verið handteknir í september þegar reynt var að handtaka föður þeirra sem slapp.

Síðan þá hafa drengirnir verið í vörslu pakistanskra yfirvalda en eru nú í haldi CIA sem ætlar að nota þá til að liðka um málbeinið á Mohammed sem náðist nú fyrir nokkrum dögum eftir að uppljóstrari fékk 25 milljónir dollara fyrir að segja til hans.

CIA er auðvitað með langan og ógeðslegan syndaferil á bakinu, jafnast alveg á við verstu úrþvætti eins og KGB, GRU, SS, SA, Mossad og fleiri álíka huldustofnanir og leyniheri.

Þetta er þó alveg með því lægsta sem þeir hafa náð, börn yfirheyrð og notuð sem þumalskrúfa. Andskotans ógeð.

Uncategorized

Sápa? Nóg af sápu!

Mikil gáfumenni hjá CIA. Vara við hugsanlegum “hryðjuverkum” í Írak eftir hertöku Bandaríkjamanna þar. Hefði haldið að þarna hétu þetta frelsishreyfingar eftir hertöku óvinaþjóðar?

Það eru öðruvísi aðferðir í viðskiptalífinu á Nýja-Sjálandi en hér heima til að útkljá deilumál!

Smá sáputenglar fyrir þá sem eru að velta fyrir sér vefþjónustum, SOAP og JAX-RPC.

Uncategorized

Meiri sápa en líka brjóstgóðar flugfreyjur

SOAP stelur öllum mínum tíma. Hrikalega spennandi… eða þannig.

McLaren gerðu góða hluti, hefði átt að horfa á keppnina eða taka upp endursýninguna. Ekki mörg ár síðan að mér leist ekkert á formúluna.